Bring it on!!

Ég segi það fruss að ætlast til þess að við borgum fólki peningana þeirra! eins furðulega og sú setning hljómar... af hverju á ég allt í einu að fara að borga einhverjum peningana hans?

Það er rosalega skrítin staða til að vera í...

Hvað gerðist hérna...? Hvernig gerðist þetta?

stígum til baka aðeins og reynum að setja þetta í samhengi.

Maður í Englandi lagði pening inn á banka í Englandi. Menn sem komu frá sama landi og ég höfðu keypt þennan banka, meðal annars með mínum peningum... Bankinn tapar öllum peningunum sem maðurinn frá Englandi átti og sjáið:

Ég borga manninum peningana hans til baka!

Peninga sem ég sá aldrei og hafði þar til í gær bara aldrei heyrt um!

Í raun og veru mætti líta öðruvísi á nútímabankaviðskipti... það er alltaf talað um að "leggja inn í bankann" þegar maður lætur banka hafa peninginn sinn en að "fá lánað hjá bankanum" þegar bankinn lætur mann hafa peninginn sinn...

mætti ekki eins líta svo á að fólk sé að lána bönkunum peninginn sinn þegar maður "leggur hann inn"?

nema hvað skilmálarnir eru ekki eins... ef þú tapar peningum sem bankinn lánar þér muntu skulda himinháa vexti, en ef bankinn tapar peningunum þínum, þá fá saklausir vegfarendur á borð við mig að kenna á því! eða bara, sorrí! við eyddum peningnum þínum, búhú, hættu að væla!

Þegar ég var barn þá hélt ég að bankarnir geymdu alla peningana manns í svona hólfi þar sem maður gæti gengið að þeim vísum! og þá myndi bíða manns sami 1000 kallinn og maður lagði inn. Því hvernig átti ég að vita að þeir tækju bara peninginn, og gerðu við hann það sem þeim þóknaðist, en "lofuðu" að borga mér annan alveg eins pening til baka...

það fannst mér nú skrítið að heyra...

Það sama má segja um hlutabréf, þar "lánar" fólk fyrirtækjum peninga sína í þeirri von að þeir græði á því og geti gefið þér hluta af gróðanum á móti. Ef þeir tapa honum hinsvegar þá var það bara "viðskiptaviti" þínu að kenna... semsagt... þú hefðir ekki átt að lána þeim peninginn þinn, þeir eyddu honum í kókaín og pussur.

og nú er fullt af fólki að átta sig á því að þeir lánuðu alla peningana sína til gaura sem flugu með þá í einkaþotum til að stofna fyrirtæki svo þeir gætu fengið meira lánað frá fullt af fólki út um allan heim! og þeir eru búnir að eyða honum öllum og ekki bara það, heldur færðist þeim svo mikið í fang að þeim tókst að skilja okkur eftir með margfalda landframleiðslu Íslendinga í skuldir....

þvílíkt rugl.

"Talið er að 2-300 þúsund manns eigi innistæður á Icesave."

Semsagt... rúmlega allir skattgreiðandi Íslendingar...! bravó...

Við skuldum heilan bankareikning breta á mann... á ekki einhver skilið klapp?


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti hlut í Kaupþing sem var eitt í kók og pussur.... nú er minn hlutur orðinn að engu.... hvar eru kókaínpussurnar mínar!!!

Oddur B. (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

þú varst rændur þeim kæri vinur... þú varst rændur..

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 9.10.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Gísli

,,Í raun og veru mætti líta öðruvísi á nútímabankaviðskipti... það er alltaf talað um að "leggja inn í bankann" þegar maður lætur banka hafa peninginn sinn en að "fá lánað hjá bankanum" þegar bankinn lætur mann hafa peninginn sinn...

mætti ekki eins líta svo á að fólk sé að lána bönkunum peninginn sinn þegar maður "leggur hann inn"?''

Það er einmitt þannig sem bankaviðskipti hafa alltaf virkað. Þegar þú leggur peninginn inní bankann heitir það innlán, en þegar þú færð pening lánaðan hjá bankanum kallast það útlán. Innlánsvextir og útlánsvextir.

,,nema hvað skilmálarnir eru ekki eins... ef þú tapar peningum sem bankinn lánar þér muntu skulda himinháa vexti,''

Svo geta þær aðstæður líka endað með enn frekari ósköpum; þ.e. að fólk getur alls ekki borgað útlánið til baka og bankinn því búinn að tapa peningum (sem hann svo einmitt fékk hjá öðru fólki í formi innlána og hlutafjár og öðrum bönkum í formi lána og þeir bankar fengu hjá öðru fólki og öðrum bönkum...) en það var einmitt raunin í BNA síðasta sumar og rótin sem kom allri þessari katastrófu af stað. Katastrófunni sem kom upp um alla hina maðkana í öllum heimsins mysum.  

Og eru svona hamfarir ekki nauðsynlegar endrum og eins til að sía út allt kjaftæðið sem er farið að þrífast í dimmum fundarherbergjum og einkaþotum. Jafnvel þó að ég, Oddur og allir hinir höfum tapað alltof alltof miklu. Eitt stykki loftsteinn sem drepur allar risaeðlurnar - sumar verri en aðrar - sem eru farnar að ráðskast of mikið með allt og alla. Og eftir standa öll hin dýrin löskuð en flest þó lifandi.

Gísli, 10.10.2008 kl. 12:58

4 identicon

Hvað varð annars til þess að þú fékkst að blogga fréttir aftur?

Aldrei var lokað á Gils. Hann fékk hátt í 30 þús. heimsóknir á örfáum vikum. Og alltaf var beitan yfirgengileg fyrirsögn með mbl.is frétt - þ.e. hann bloggaði við fréttir, stundum með mjög langsóttri tengingu. Mbl.is fannst m.a.s. rík ástæða til að birta um hann fréttir til að auka enn á gestagang á síðunni hans og auka sölu bókar hans, sem þetta gekk auðvitað allt útá (svona í grófum dráttum). 

Gísli (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband