31.8.2008 | 23:28
Tæknin er til, haarp fiktar í veðrinu.
Hvers vegna hef ég aldrei séð nokkurn fréttamiðil minnast á haarp verkefnið í tengslum við alla þessa fellibyli?
http://www.haarp.alaska.edu/
Þarna er síðan þar sem fjallað er um það verkefni en öllum ætti að vera ljóst hversu hættulegt svona vopn er í höndum rangra manna. Sem vill svo til að eru einmitt mennirnir sem standa á bakvið verkefnið... heppilegt.
Nú er ég ekki að segja að það að tæknin til að búa til fellibyli sé til sé sönnun fyrir því að það sé tilfellið í þessu tilviki og öðrum. En væri eitthvað athugavert við að veita þessar upplýsingar? Sérstaklega í ljósi þess að haarp verkefnið er hvort sem er eitthvað sem almenningur ætti að fá nægar upplýsingar um.
En fyrir mér er það líklegra en ekki að þessir fellibylir séu heimatilbúnir. Ekki spyrja mig samt afhverju, það tæki mig óratíma að útskýra, spyrjið ykkur sjálf...
Draugabærinn New Orleans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
U haarp hefur engin áhrif á veðrið. Það stendur á síðunni sem þú linkar á.
Is HAARP capable of affecting the weather?
The HAARP facility will not affect the weather. Transmitted energy in the frequency ranges that will be used by HAARP is not absorbed in either the troposphere or the stratosphere - the two levels of the atmosphere that produce the earth's weather. Electromagnetic interactions only occur in the near-vacuum of the rarefied region above about 70 km known as the ionosphere.The ionosphere is created and continuously replenished as the sun's radiation interacts with the highest levels of the Earth's atmosphere. The downward coupling from the ionosphere to the stratosphere/troposphere is extremely weak, and no association between natural ionospheric variability and surface weather and climate has been found, even at the extraordinarily high levels of ionospheric turbulence that the sun can produce during a geomagnetic storm. If the ionospheric storms caused by the sun itself don't affect the surface weather, there is no chance that HAARP can do so either.
Óli (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:14
Olí: "The HAARP facility will not affect the weather..."
NEI, nei þetta hjá þér Óli um HARRP er engin sönnun , bara bla, bla, bull sem segir ekkert um HARRP.
Þetta hér á Youtube ætti að geta sagt ykkur eitthvað:
"PROOF : Earthquake machine / Weather Control HAARP" http://www.youtube.com/watch?v=d5mmIp_ENBM&feature=related
"HAARP caused earthquake in China?" http://www.youtube.com/watch?v=Mk8dFM5t3lY&feature=related
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:47
Rebekka, 1.9.2008 kl. 07:12
Veistu, Þorsteinn, með fullri virðingu verð ég að útskýra svolítið fyrir þér sem reyndist sjálfum mér afar erfitt að raunverulega sættast við.
Það er sú staðreynd að meira eða minna allar rannsóknir þar sem eitthvað er rannsakað sem almenningur á bágt með að skilja hvernig virki, eru jafnan sakaðar um að vera einhvers konar dómsdagstæki. Það liggur við að maður geti látið sér detta í hug vopn, og fundið aragrúa af myndböndum og blaðri frá fólki sem er fullkomlega sannfært um að slíkt vopn sé ekki bara til, heldur notað reglulega.
Með betri dæmum nútímans er Large Hadron Collider á landamærum Svisss og Frakklands. Sjáðu til dæmis þetta: http://www.youtube.com/watch?v=71G-tTa0CMs - þetta er *reyndar* FOX News, en þú finnur aragrúa af þessu.
Þessi myndbönd sem þú bendir á þykja mér alls ekki sannfærandi. Ég skil vel að þér finnist þau vera það samt, en þegar maður hefur séð þúsundir svona vídjóa um allt milli himins og jarðar, hækkar sönnunar-standardinn hjá manni talsvert. Ef það eru ekki bein sönnunargögn, og engir sérfræðingar í þessum efnum sem eru til í að bakka þetta upp, þá eru 99.99999% líkur á að þetta séu bara hugmyndir sem fólk fær, sem það kann ekki að beita vísindalegri aðferð á.
Ég hugsa að þetta sé sérstaklega erfitt að átta sig á fyrir fólk af þinni kynslóð, enn og aftur með fullri virðingu, vegna þess að hún ólst ekki upp við internetið. Núna er að alast upp kynslóð sem verður vonandi mun skeptískari almennt, því hún er vön því að sjá svo oooofboðslega mikið af tiltölulega sannfærandi stöffi sem er þó allt í mótsögn við hvora aðra. Afleiðingin ætti að vera augljós; nánast öll svona myndbönd sem þú (eða nokkur annar) horfir á, eru hreinræktað og vel út pælt kjaftæði.
Næst þegar þú sérð svona, spurðu sjálfan þig eftirfarandi spurninga:
1) Hvað segja sérfræðingarnir í þeim vísindafögum sem varða málið? Ekki bara vísindamennirnir sem eru að gera þessa tilteknu tilraun, heldur hversu margir aðrir jarðfræðingar, til dæmis, eða eðlisfræðingar, eru hlynntir kenningunni? Eru þeir fleiri en núll?
2) Hvaða hard-core borðliggjandi sönnunargögn eru til staðar? Ég meina auðvitað ekki athugasemdir, hugmyndir, kenningar eða circumstancial sönnunargögn, heldur alvöru sönnunargögn sem er hægt að sjá og snerta o.s.frv... gott dæmi er tunglgrjótið sem var komið með frá tunglinu. Ég hef aldrei snert það eða séð það, það GÆTI þannig séð verið falsað, en ef sagan væri sú að þeir hefðu ekki komið með neitt tunglgrjót til baka myndi sagan tapa umtalsverðum trúverðugleika sjálfkrafa, eða ætti í það minnsta að gera það. Það er ekki þröngsýni að heimta hörð sönnunargögn, by the way, sumum finnst það voðalega þröngsýnt og ósanngjarnt stundum. ;)
Góðar stundir.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:39
álíka mikið af sönnunargögnum segirðu? ég rífst ekki við þig þar.
Skrítið að "rödd skynseminnar" geri sig seka um óskynsamlegasta og óvísindalegasta viðhorf sem mannskepnan gerir sig almennt seka um.
"samsæriskenningar, lol"
Með þessu ertu að taka þá afstöðu að allar kenningar er ávíta menn eða hóp af mönnum um að standa á bak við samsæri af einhverju tagi hljóti að vera rangar og það sé ekki þess virði að líta á sönnunargögn sem bendi til hins gagnstæða.
Þrátt fyrir að margoft í sögu mannkyns hafi menn staðið fyrir samsærum og verið staðnir að verki.
Varðandi Nibiru... myndirðu útskýra hvers vegna Mayarnir kortlögðu 10 plánetur í sólkerfinu okkar og lýstu öllum hinum á sama hátt og við myndum lýsa þeim í dag? Og hvar fengu þeir vitneskjur um þessar plánetur til að byrja með ef þeir voru jafn frumstæðir og okkur er talin trú um?
Varðandi Haarp er það ekki einu sinni leyndarmál að þetta er "fellibylja og jarðskjálftavopn" eða hvað heldurðu að þeir tali um þegar þeir segja að þetta geti eflt "varnir" Bandaríkjanna gífurlega?
"Condemnation without investigation is the height of ignorance"
Þetta sagði Albet Einstein... en þér finnst kannski ekki nógu "skynsamlegt" að taka mark á því.
Hvernig er annars að búa í kassa?
Guðjón (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:41
Þorsteinn, "með fullri virðingu"... þessi "samsæriskenningar eru oft heimskulegar svo þær hljóta að vera það allar" rök ganga bara ekki alltaf upp. Stundum er ekkert hægt að hafa "alvöru sönnunargögn" og virðist að sönnunarbyrðin sé óendanleg þegar kemur að því að sanna ýmis samsæri.
11.september er gott dæmi um það en svo virðist sem að Bush gæti mætt í beina útsendingu á CNN og sagt "þið eruð fífl, auðvitað voru þetta við" en fólk myndi samt ekki trúa því... ég meina það eru til ótal myndir af skýjaklúfi sprengdum í loft upp en fólk fer bara í dáleiðslumód... "já, þetta var jú óvenju heitur eldur ekki satt?"
Auðvitað á maður að hafa ríkar efasemdir um allar kenningar sem þessar og leita að hvað báðir aðilar halda fram, en það er ekki það sama og að afneita öllu sem passar ekki inn í þá heimsmynd að vísindamenn og fjölmiðlamenn okkar séu að passa upp á að við fáum alltaf réttar upplýsingar.
Guðjón (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 10:52
Guðjón: Skoðaðu hvað sérfræðingarnir segja um 9/11. Þú finnur endalaus myndbönd, kenningar og meint sönnunargögn frá almenningi og áhugasömum einstaklingum sem treysta ekki stjórnvöldum (enda eiga þau ekki að njóta neins trausts). En sérfræðingarnir, þá á ég við þá sem byggja svona sturna og stúdera svona turna, slökkviliðsmenn og þvíumlíkt fólk, mun ekki koma fram opinberlega og kalla 9/11 "inside job", ekki af ótta við að verða drepið af yfirvöldum frekar en þær milljónir sem opinbera þessa skoðun sína daglega, heldur af ótta við að vera niðurlægður af eigin bransa vegna vanþekkingar á eigin sérsviði. Það er hugsanlegt að Bandaríkjastjórn hafi leyft þessu að gerast, og vissulega græddu þeir verulega á 9/11, EN, það þýðir ekki að þeir hafi tekið beinan þátt í árásunum. Eins og ég segi, spurðu sérfræðingana í fögunum sem viðkoma málinu. Ég veit t.d. ekki hvernig skipulögð eyðilegging turnanna ætti að líta út og ég held að þú vitir það ekki heldur. Athugaðu að skipulagðar eyðileggingar eru ennfremur tæmdar af tölvum og öðru plastdóti sem margfaldar skaðann, það var augljóslega ekki gert 9/11.
Samsæri gerast, samt. Kjarnorkusprengjan, Operation Ajax (Íran, 1953, CIA/MI6 stútuðu lýðræði í Íran og settu í stað ógnarstjórn og einræði), Watergate, Iran-Contra, allt eru þetta samsæri samkvæmt skilgreiningu, þannig að samsæri vissulega gerast. Þau eru af einhverjum ástæðum ekki kölluð samsæri þegar þau hafa verið sönnuð umfram skynsamlegan vafa. Það er því eðlilegt skynsemismerki að hata og vantreysta yfirvöld almennt (ekki bara bandarísk), en það eitt og sér eru ekki sönnunargögn hvað varðar 9/11.
Þú nefnir líka þetta:
"Varðandi Nibiru... myndirðu útskýra hvers vegna Mayarnir kortlögðu 10 plánetur í sólkerfinu okkar og lýstu öllum hinum á sama hátt og við myndum lýsa þeim í dag? Og hvar fengu þeir vitneskjur um þessar plánetur til að byrja með ef þeir voru jafn frumstæðir og okkur er talin trú um?"
Ég skal útskýra þetta fyrir þér snöggvast, það var tilviljun, og veistu hvers vegna? Vegna þess að skilgreiningin á plánetu er ekki á hreinu, og ef þú telur plánetu einfaldlega vera hnöttóttan hlut í sólkerfinu okkar, þá eru pláneturnar einhvers staðar á bilinu 42-48. Það er ástæðan fyrir því að það varð að vandamáli að skilgreina Plútó því hann var kallaður pláneta þrátt fyrir að stærri ísklumpar, sem voru kúlulaga og stærri en Plútó, höfðu fundist í Kuiper-beltinu.
Það eru með öðrum orðum ekki 10 reikistjörnur í sólkerfinu okkar. Eftir því hvernig þú skilgreinir þær, eru þær annaðhvort 8 samkvæmt núverandi skilgreiningu (ekki 9 og ekki 10, heldur 8), og ef þú vilt kalla Plútó plánetu, þá ertu kominn með fleiri tugi hluta sem Mayarnir hefðu getað kallað plánetur.
Eina staðreyndin í þeirri kenningu að Mayarnir hafi vitað af 10. plánetunni, er sú staðreynd að þeir teiknuðu 10 plánetur. Við erum með 10 fingur, það þarf ekki meira til að túlka það sem tilviljun. Jafnvel þó þeir hefðu teiknað 8 plánetur væri það samt fullkomlega eðlileg tilviljun. Tilviljanir gerast, sko, ítrekað, og er það eitt af vandamálum vísindanna að útiloka tilviljanir. Í dæmi Mayanna er nákvæmlega ekkert til að útiloka tilviljun, enda mjög dæmigerð tilviljun, og ef þeir hefðu giskað af handahófi mætti alveg eins búast við 5-15 plánetum. Það reyndist 10, við erum ekki með 10 plánetur, höfum aldrei búið við að hafa 10 plánetur nema í þá mánuði sem vísindasamfélagið var að koma sér saman um það nákvæmlega hver skilgreiningin á plánetu ætti að vera, og ég hefði haldið að sú saga myndi sannfæra hvern sem er um að Mayarnir höfðu ekki hugmynd um hversu margar plánetur væru í sólkerfinu okkar.
Einstein hafði rétt fyrir sér. "Condemnation *without investigation*". Ég ítreka; *without investigation*. Hann hefði hinsvegar ekki sagt "Condemnation *with investigation* is the height of ignorance".
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:11
Frábært svar Helgi, þakka þér fyrir að vera málefnalegur hér á frussukuskinu, það er ekki á hverjum degi.
Ég myndi telja það greinilegt að þú ert ekki sauður og hefur kynnt þér þessi málefni lengur en þá mínútu en margir telja að dugi til að rífa kjaft.
Ég er ekki það sérfróður um Mayana, en það sem ég hef lært um þá er mjög merkilegt og mun meira en þessar 10 plánetur eru fyrir mér vitnisburður um þróaða þekkingu mayanna og annarra þjóðflokka sem eiga að hafa verið "frumstæðir".
Á sama tíma velti ég þessu fyrir mér sjálfur með Plútó þegar ég skrifaði þetta áðan... en þeir virðast þó hafa lýst Plútó ásamt hinum plánetunum (ath. þetta var ekki bara teikningar heldur einnig lýsingar, sumar þeirra hafa t.d. ekki verið staðfestar síðan nýlega)
ég beindi þessari spurningu reyndar til "raddar skynseminnar" og tel vita að hún hefði ekki haft neitt merkilegt fram að færa um málið. Svo það er svosem eins gott að þú tókst það á þig.
en að öðru máli og mikilvægara, og þar komum við að máli sem ég get með fullri sannfæringu sagt að ég sé virkilega sérfróður um. Það er varðandi 11.september. Því þrátt fyrir þær gáfur sem s hér þá lofa ég því að þær hitta ekki í mark hvað þetta mál varðar.
Þú segir mér að skoða hvað "sérfræðingarnir hafa að segja"
Nánast einu "sérfræðingarnir" (fyrir utan rollur sem endurtaka opinberar kennisetningar því það kemur þeim áfram á prófum og borgar á endanum launin þeirra) sem hafa tjáð sig til að styðja kenninguna um 11.september eru Popular Mechanics og NIST. Popular mechanics er í eigu Hearts publishing, en ef þú kannast ekki vel við aðferðir þeirra geturðu horft á myndina Citizen Kane sem fjallar um hinn útsmogna William Randolph Hearst. Einnig var ritstjóri blaðsins frændi Michael Chertoff öryggismálaráðherra í Bush stjórninni og einn af mönnunum sem skrifaði Patriot Act lögin. Auk þess var bullið sem kom fram í greininni þeirra og bók þeirra svo auðsvarað að það olli einu vandræðalegasta viðtali útvarpssögunnar þegar maðurinn sem átti að svara fyrir það sem í henni kom fram skeit upp á bak af slíku offorsi að fólk í 100 metra radíus fékk yfir sig væna gusu af rassaslugsi.
Mæli með hlustun á það til að byrja með:
http://www.youtube.com/watch?v=XLx5GATh_z0
-----
bæti við á morgun, verð að fara að sofa! að lokum vil ég enn benda á samansafn fullt af prófessora og vísindamanna, stjórnmálamanna, leyniþjónustumanna, hermanna, aðstandenda fórnarlamba osfrv. sem hafa talað opinberlega um að opinbera sagan um 11.september sagan standist ekki.
Þar sem þú virðist hafa gáfur til að rökræða efa ég ekki að þú hafir gáfur til að sjá í gegnum þá barnalegu grýlusögu þegar þú hefur kynnt þér málið enn betur en þú hefur gert nú þegar. Hvað hefurðu t.d. gefið mörgum heimildamyndum sem einblína á 11.september?
og augljós atriði á borð við tengsl Bush og Bin Laden, skort á flugvörnum (ekki koma með meme ræðuna um "klúðrið" plís!") byggingu 7 og vegabréfið sem fannst á götum manhattan...!
meira síðar!
Guðjón Heiðar Valgarðsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 02:38
Tökum fyrir 9/11. Sko, ég er með helvíti leiðinlega skoðun á þessu máli öllu saman, sem lýsir sér helst í þrjósku í fyrstu, eflaust. Vandinn er sá að þegar ég fullyrði að samsæri gerist, eins og Iran-Contra, þá vil ég að áheyrandi minn viti að það sé óumdeilt að Iran-Contra hafi gerst. Það er enginn að segja að Iran-Contra hafi ekki gerst, þannig að ég get notað það sem gjörsamlega skotheldan punkt í hvaða umræðum sem Iran-Contra gæti nýst í, t.d. til að sýna fram á raunhæfan möguleika á ógnarstjórn... það var ekki minna mál en það, skal ég segja þér, og það hljómar eins og hver önnur samsæriskenning en er minnst með skömm sem einu af óuppgerðu málum milli bandarísks almennings og stjórnar. Allt sem ég var að segja er algerlega skothelt, og ég nenni ekki einu sinni að fletta þessu upp og sanna mál mitt því enginn er ósammála, ég *bendi á* að Iran-Contra hafi gerst, ég *rökstyð* ekki að Iran-Contra hafi gerst vegna þess að það er óþarfi og þ.a.l. sóun á verðmætum tíma.
Ég get ekki bent á að Bandaríkjastjórn hafi framið 9/11 á sama hátt með þeim upplýsingum sem ég hef séð um málið. Öll sönnunargögnin eru circumstancial, og ég veit þú trúir ekki, stundum hreinn uppspuni, því hér er ljótur sannleikur; JFK-morðmálið og 9/11 eru heilir iðnaðir. Það er fólk sem fær ekki útborgað nema það sannfæri annað fólk um að 9/11 hafi verið "inside job". Þes vegna er ég svona mikil sérfræðingasleikja, því þar er sá þáttur ekki til staðar, þeirra hagsmunir eru sannsóknir og það er gert ráð fyrir vísindalegum vinnubrögðum. Ég get ekki búist við vísindalegum vinnubrögðum af hagsmunahópum og ég trúi því ekki að vísindasamfélagið sé einhvern veginn þaggað niður af yfirvöldum, ég trúi ekki að yfirvöld gætu það, né að þau vildu það. Þau myndu mun frekar þvæla umræðuna eða eitthvað stjórnmálalegt, það er engin stjórn á vísindasamfélaginu yfirhöfuð, af neinum
Ég þarf að vaða í gegnum hafsjó af rökum og allskonar hugmyndum, yfirþyrmandi magn af *spurningum* samt, ekki *útskýringum* á því hvað hafi gerst o.s.frv. þegar ég stúdera 9/11. Ég hef aldrei hannað skýjakljúf og ég veit ekkert um það hvort eitthvað ljós ætti að sjást þarna eða hvort skuggi ætti að sjást hinu megin eða hvernig bygging ætti að hrynja þegar hún er sprengd með einhverju úr plastefni. Ég er ekki sérfræðingur í þessum efnum. Ef ein krafan fjallaði um hugbúnað gæti ég tekið þau sönnunargögn sjálur, en vegna þess að ég er ekki sérfræðingur verð ég bara að gjöra svo vel og hlusta á sérfræðingana. Ég er svokallaður "kerfisfræðingur" (ólögverndað starfsheiti athugaðu, ekki menntatitill) og get því sagt "bullshit" sjálfur þegar Jónína Ben fer að tala um skipulagðar hleranir á tölvupósti. Ég hef ekki þá reynslu sem ég þarf til að álykta um þessi rosalegu sönnunargögn, og nema yfirþyrmandi meirihluti sérfræðinganna telja opinberu söguna meira eða minna sanna, þá skal ég taka sönnunargögnunum. Ég veit hvernig hlutirnir líta öðruvísi út þegar maður veit eitthvað um þá.
Það er ekki bara Bandaríkjastjórn sem telur meginlínuna í 9/11 vera sanna, heldur restin af heiminum á meðal þeirra sem hanna og byggja skýjakljúfa, öryggissérfræðinga, sprengjusérfræðinga og svoleiðis. Ég myndi búast við þeim í milljónatali ef þeir væru ósammála opinberu kenningunni í meginatriðum, sorrí, ég er það sem ég sé gerast í mínum bransa þegar einhverju FUCKED UP er leyft að gerast. Það er ekkert mál að finna sérfræðinga til að bakka upp það hvernig SCO Group reyndi beinlínis að taka yfir Linux-kjarnann og heimtaði 14.000 dollara af öllum stærstu Linux-notendum heimsins. Sumir hlýddu. Fólk borgaði SCO Group fyrir áralanga vinnu áhugamanna á að búa til frjálst og ókeypis stýrikerfiskjarna. Þetta gerðist í alvörunni. Og sérfræðingarnir brjáluðust! Vitni flæddu inn sem gátu útskýrt fyrir dómurum að þetta væri helber þvættingur og lagalega óverjandi, og það virkaði. Núna brosa menn þegar þeir hugsa um SCO Group því þeir fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið, þeir hafa verið að vaða skít allar tíðir síðan og enginn í bransanum með lágmarks siðferðisvitund vill koma nálægt þessu fyrirtæki.
Hvers vegna er þetta ekki svona í 9/11? Hvers vegna þarf ÉG að vaða í gegnum öll sönnunargögnin? Hvað er það sem fær sérfræðingana til að bara þegja? Ég vil ekki lögfræðing eða heimspeking eða eðlisfræðing að segja mér hvernig turnarnir áttu að falla. Ég sá einn eðlisfræðing segja það með hliðsjón af "conservation of energy" og virkilega þóttist geta séð út frá því lögmáli að þetta hefðu verið sprengjur. Ég stúdera eðlisfræði og sé strax að þetta er kjaftæði, en fólk trúir þessu, og eðlilega, það veit ekki betur.
Æhj, ætli punktur minn sé ekki löngu kominn á framfæri. Fyrirgefðu lengdina. Ég skal alveg skoða þetta stöff sem þú póstaðir samt, þó það væri ekki nema bara af áhuga. Þakka því fyrir tenglana, ég hef gaman af þeim hvort sem þeir sannfæra mig eða ekki.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:43
Já, og athugaðu að ég var ekki búinn að skoða tenglana þína áður en ég svaraði, enda svaraði ég þeim ekki efnislega. Ég lít á þá og svara þeim samt, kannski, ef ég hef eitthvað um þá að segja.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.