nei... ekki ennþá! en bíðiði róleg!

Kreppan sem er verið að skipuleggja að ríði yfir heiminn bráðlega mun láta fólk hlægja yfir þeirri tilhugsun að við höfum talað um að hún væri komin núna.

Misskilningurinn er að þetta gerist fyrir slysni, svona "ænei, það kom allt í einu kreppa! hvað gerum við nú?" þegar það er augljóst ef þú veist eitthvað að þetta snýst bara um það hve mikill pening fólk hefur milli handanna og hvað mikið af dóti hann dugir til að kaupa. Það hefur svo einungis með það að gera hvað bankarnir lána fólki mikinn pening og á hve miklum vöxtum, hve há laun fyrirtæki geta borgað og hve lágt verðið á dótinu er. Sem hefur svo aftur með það að gera hvað mikinn pening seðlabankinn lánar og á hve háum vöxtum.

Það er ekkert minna af dóti til í heiminum núna en var fyrir 10 árum og það er ekkert erfiðara að framleiða það. Fólkið sem á það vill einfaldlega bara leyfa þér að fá minna af því. Það er ekki flóknara en svo. Það er vegna þess að þá þarftu að eyða meiri tíma af lífi þínu í að þræla til að sjá fyrir grunn nauðsynjum og hefur ekki tíma til að átta þig á hlutum sem þessum.

Haldandi að þú sért frjáls og að kreppan hafi bara komið fyrir slysni værirðu vís til þess að gera það þegjandi og hljóðalaust þar til þú hnígur niður.

Mbl.is er ekki að fara að segja þér að þetta sé planað og Geir H. Haarde ekki heldur, eflaust átta sig fæstir á því sem er í gangi. Flestir fjölmiðla og stjórnmálamenn eru nefnilega fórnarlömb samsærisins en ekki vísvitandi þátttakendur. En eðli samsærisins er að þeir sem falla fyrir því halda því við á sama tíma. Eins og þeir sem hrauna slugsi sínu yfir mig og aðra sem dreifa upplýsingum sem eru á skjön við þá heimsmynd sem matreidd er ofan í þá.

Þetta gengur allt út á pýramídastjórnun, ef þú ert á toppi pýramídans geturðu séð til þess að hegðun hans alls breytist. Ef eigandi McDonalds myndi vilja að allir starfsmenn staðarins ynnu með plastnef, myndi ekki líða langur tími þar til hver einasti starfsmaður McDonalds alls staðar í heiminum væri kominn með plastnef.

Ef hann vildi lækka laun starfsmanna um 10% tæki það enn styttri tíma.

Að sama skapi, ef þeir sem stjórna pýramída samfélags okkar ákveða að við fáum minni pening til að eyða og minna af dóti til að nota, þá ákveða þeir það bara og skipunin berst niður stigans alla leið til okkar.

En gleymum því ekki að við erum stoðir pýramídans, við höldum honum uppi og án okkar samvinnu og samþykkis hrynur allt vald þessara afla eins og spilaborg.

Næsta kreppa verður erfið, en hún verður líka tækifæri því þegar fólk fer að líða skort fyrir alvöru þá hlýtur það að fara að spyrja sig hverjum það sé að kenna. Og þegar hún kemst að því, er það víst til að hætta að beygja sig fyrir því fólki og þræla sig út fyrir það til þess eins að tryggja áframhaldandi þrældóm.

Það verður stuð.


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband