Nú er mælirinn fullur! Goebbelstussur!

Af wikipedia:

Propaganda is a concerted set of messages aimed at influencing the opinions or behaviors of large numbers of people. As opposed to impartially providing information, propaganda in its most basic sense presents information in order to influence its audience. Propaganda often presents facts selectively (thus lying by omission) to encourage a particular synthesis, or gives loaded messages in order to produce an emotional rather than rational response to the information presented. The desired result is a change of the cognitive narrative of the subject in the target audience to further a political agenda.

Höfum eitt á hreinu. Þessi "frétt" er hreinræktaður áróður.

Problem-Reaction-Solution, ég útskýrði þetta í færslu nýlega sem ber titilinn "nýjasta tækni og vísindi, heyrir fasismi brátt sögunni til?"

Fyrirsögnin er krassandi og grípur samúð og athygli lesenda umsvifalaust. Vandamálið: Lögreglan er að verða fyrir hótunum og ofbeldi. Lausnin er síðan birt í fyrstu línu "taserar og skotheld vesti".

Skýrara dæmi er vart hægt að finna. En þó er þetta ekki einsdæmi, ef aðeins.

Í tilefni af þessari grein og opnugreininni um þetta "vandamál" (með sviðsettri mynd af lögreglu kýldri í andlitið, svo blatant áróður að ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gubba) fór ég á stúfana. Þessi síða hér inniheldur fréttablaðið á tölvutækuformi: http://vefmidlar.visir.is/VefBlod/?paper=fbl&month=2008.09

Ég ákvað að kanna hversu margar forsíðugreinar hefðu verið tileinkaðar þessum málaflokki á einu ári hjá fréttablaðinu.

Það er að segja, fréttir með þann tilgang að einblína á vandamál í samfélaginu sem leysa þyrfti með auknum fjármunum, búnaði og valdi lögreglu. Einnig að sýna lögreglu í jákvæðu og vinalegu ljósi. Sérstaklega einblína þessar fréttir á að snúa almenningsálitinu á þann veg að taserar verði taldir ásættanlegur kostur.

og ef ykkur finnst þetta langdregið, ekki áfellast mig... það sýnir bara hversu öfgakennd þetta er.

Fyrst vil ég taka fram að ég er ekki að segja að ekkert af þessu sé fréttnæmt, heldur að benda á hversu hlutdræg mynd er dregin upp af stöðunni með því að hæpa upp hvern einasta glæp og blása upp vanmátt lögreglu og hvað það sé mikið vandamál við hvert tækifæri. Ekki fá læknar svona margar fréttir um hvað þeir bjarga mörgum sjúklingum t.d.?

Svo gjörið svo vel, 1 ár, óður til áróðurs, 14.september 2008 til 14.september, 2007. Þetta eru aðeins forsíðugreinar, fyrirsagnirnar og einstaka tilvitnanir þegar það á við:

-----------

Laugardagur 13.sept 2008

"Lögreglumönnum fækkar á meðan íbúum fjölgar"

Mánudagur 8.sept

"Lögregla telur að oftar eigi að beita brottvísunum"

- "Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að árásum á lögreglumenn hafi fjölgað og orðið fólskulegri."

Fimmtudagur 4.sept

"Yfirmenn aðstoða nýliða í umferðinni."

(mynd af vinalegum lögreglumanni að leiða barn yfir götu)

Fimmtudagur 17.júlí

"Óöld í Reykjavík"

-"Ég hef eytt stórum hluta æskunnar við ramb um næturlíf erlendra borga en hef aldrei séð jafn tilviljunarkennd skrílslæti og haft eins mikla ástæðu til að forðast nokkurn borgarhluta í heiminum," segir Vestur-Íslendingurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Hörður A. Arnarson."

Fimmtudagur 3.júlí

"stjórnarflokkarnir ósammála"

- Fram kemur í nýrri hættumatsskýrslu Ríkislögreglustjóra að lögreglu skorti forvirkar rannsóknarheimildir til að takast betur á við og fyrirbyggja skipulagða glæpastarfsemi. "Það er í mörgum tilfellum nauðsynlegt fyrir lögreglu að hafa þessar heimildir," segir Ásgeir Karlsson, stjórnandi greiningardeildar Ríkislögreglustjóra."

Sunnudagur 29.júní

"Vopnaður maður ógnaði fólki"

Laugardagur 28.júní

"Fámennt lögreglulið réð ekki við slagsmál."

- Engin fíkniefnadeild er innan lögreglunnar á Akureyri. Fáliðað lögreglulið réð illa við hópslagsmál í miðbænum. Bæjarstjóri vill fleiri lögreglumenn í bæinn."

Sunnudagur 15.júní

"Færanleg lögreglustöð á Lækjartorgi."

- Borgaryfirvöld munu í næstu viku taka ákvörðun um hvort lögregla fái leyfi til að setja upp færanlega lögreglustöð á Lækjartorgi. Einnig er til umræðu að "miðborgarþjónar" að erlendri fyrirmynd létti undir með lögreglu um helgar.

Föstudagur 13.júní

"Enn leitað að efnum í hassbíl."

(mynd af tveimur lögreglukonum standandi fyrir framan "góssið")

Fimmtudagur 12.júní

"Bensínverð að sliga lögregluembættið."

- Hækkun á eldsneytisverði hefur veruleg áhrif á fjárhagsáætlun lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu sem verður annað hvort að fá um 25 milljóna króna aukafjárveitingu eða draga úr starfsemi sinni til að mæta þessum aukakostnaði."

Laugardagur 24.maí

"Erlendir glæpahringir sestir að hér á landi."

- "Þessi þróun hefur í för með sér að lögreglan stendur frammi fyrir nýjum og sérlega krefjandi verkefnum," undirstrikar Sigríður Björk.

Sunnudagur 18.maí

"Gríðarleg fjölgun virkra sprautufíkla"

Föstudagur 16.maí

"Dauðsföllum vegna sprautufíknar fjölgar."

Miðvikudagur 14.maí

"Ágreiningur um skipulag löggæslu"

Fimmtudagur 1.maí

"Vill taser tæki sem allra fyrst."

-Lögreglumál Landsþing Landssambands lögreglumanna samþykkti ályktun þar sem þess er krafist að "öllum lögreglumönnum verði útvegað Taser-valdbeitingartæki sem allra fyrst," eins og orðrétt segir í ályktuninni.

Mánudagur 28.apríl

"Hver fíkill kostar 317 þúsund krónur á mánuði"

- "Kostnaður hins opinbera af manneskju sem er í mikilli fíkniefnaneyslu og stundar ekki vinnu er að meðaltali 317.489 krónur á mánuði"

Fimmtudagur 24.apríl

"Piparúða og kylfum beitt á mótmælendur"

- Geir H. Haarde forsætisráðherra segir framgöngu lögreglu gegn mótmælendum á Suðurlandsvegi í gær hafa verið eðlilega.

(mynd "gasgasgas", lögreglan að gera áhlaupið)

Laugardagur 12.apríl

"eftirlýstur vegna morðs"

- Maðurinn sem um ræðir er grunaður um hrottalegt morð sem framið var í Wloclawek í Póllandi. Pólska lögreglan gaf út handtökuskipun á hann á síðasta ári. Hann var þá í tengslum við glæpahóp sem fékkst einkum við fíkniefnasölu, peningaþvætti, vopnuð rán og fleira þvíumlíkt. "

Miðvikudagur 9.apríl

"Var skotinn með rafbyssu"

- Kristófer Helgason, útvarpsmaður á Bylgjunni, flytur meðal annars inn rafbyssur þær sem lögreglan hefur til skoðunar með það fyrir augum að taka upp notkun þeirra hér.

Kristófer, sem á KHelgason heildverslun, fór á sérstakt námskeið til að læra á tækið og virkni þess. Hluti námskeiðsins fólst í að vera skotinn með rafbyssunni: "Þetta var vont, á að vera vont en um leið og lokað var fyrir strauminn var allur sársauki fyrir bí og engin eftirköst." (ath. segir maðurinn sem flytur þær inn, og það fer allt eftir því á hve miklum styrk hann var stuðaður)

Miðvikudagur 2.apríl

"Árangur öryggis- og löggæslu í hættu"

- Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þann árangur sem náðst hefur í öryggis- og löggæslu í landinu í hættu ef ekki komi til auknar fjárveitingar. Ýmsar ógnir steðji að. Hlusta beri á orð öflugra lögreglustjóra í þessum efnum.

"Stefán bendir á skoðanakönnun sem gerð var meðal borgarbúa í fyrra. Þar kemur fram að um 90 prósent íbúa töldu sig örugga í sínu hverfi eftir að skyggja tæki á kvöldin. Ef ekki verður við brugðist með auknum fjárveitingum til öryggis- og löggæslu þá munum við einfaldlega glata þeim árangri sem við höfum náð hvað varðar öryggi og öryggistilfinningu."

(þýðist: Fólk er öruggt svo við þurfum meiri pening til að fólk verði öruggt)

Mánudagur 31.mars

"Tekin með eitt kíló af sterku amfetamíni í nærfötunum"

Sunnudagur 30.mars

"Lögreglumönnum hefur fækkað eftir sameiningu."

- Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu eru ósáttir við fækkun í lögregluliðinu og kenna fjárskorti um. Fækkað hefur um fleiri en alla almenna lögreglumenn í Hafnarfirði fyrir sameiningu. Á sama tíma fjölgar íbúum.

Laugardagur 22.mars

"Lithái sem sló lögregluþjón handtekinn með e-töflur"

Laugardagur 15.mars

"Lögregla vill hunda til valdbeitingar"

- Svokallaðir valdbeitingarhundar og hundar sem leita að munum og lífsýnum eru að líkindum það sem koma skal hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þriðjudagur 11.mars

"Yfir 30 dópsalar handteknir frá áramótum"

Föstudagur 29.febrúar

"mikil þörf á rými fyrir geðsjúka glæpamenn."

Mánudagur 25.febrúar

"Náðust á flótta"

- Tveir þjófar náðust eftir innbrot í skartgripaverslun í miðbænum um klukkan hálfníu í gærmorgun. Annar þeirra sást í eftirlitsmyndavél við Veltusund.

Föstudagur 15.febrúar

"Átján ára piltur lést eftir morfínneyslu"

+

"Fjórðungur fanga rauf skilorð"

- Fjórtán til 25 prósent fanga rufu skilyrði reynslulausnar á árunum 1995 til og með 2005 samkvæmt tölfræðilegri úttekt sem Fangelsismálastofnun vann fyrir Fréttablaðið.

Fimmtudagur 14.febrúar

"Fangaverðir bæta við sig vinnu til hjálpar fíklum"

- Rúmlega sjötíu prósent fanga á Litla-Hrauni mældust með fíkniefni í blóði í úttekt Fangelsismálastofnunar seint á síðasta ári. Meðferðargangi var í kjölfarið komið á. Starfinu er haldið úti með umframvinnu.

Ekkert fjármagn hefur fengist til þess að halda meðferðarganginum úti en starfsfólk fangelsisins ákvað að bæta ganginum á verkefnalistann til þess að mæta brýnni þörf.

Miðvikudagur 6.febrúar

"Um 140 dæmdir brotamenn lausir"

- Samtals 144 brotamenn sem dæmdir hafa verið í óskilorðsbundna fangelsisrefsingu hafa ekki hafið afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk.

Sunnudagur 3.febrúar

"Fórnarlömb mansals á Íslandi"

Laugardagur 2.febrúar

"Tekinn með örvandi efni"

- Þrjátíu og tveggja ára Íslendingur var handtekinn í spænska bænum San Fulgencio skammt frá Torrevieja síðastliðinn miðvikudag eftir að eitt kíló af örvandi efnum fann

Mánudagur 28.janúar

"Fíklar í lyfjaleit hóta læknum barsmíðum og lífláti"

- Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir hvetur lækna til að láta ekki undan alvarlegum hótunum heldur kæra þær til lögreglu. Telur hann auknar hótanir fíkla skýra hve örlátir sumir læknar virðist á lyfseðla.
lögreglumál "Síðast var mér og minni fjölskyldu hótað lífláti í síðustu viku," segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir.

Miðvikudagur 23.janúar

"Stóð gegn þrem handrukkurum"

"Vinna að því að senda erlenda glæpamenn utan í afplánun"

- Á nýliðnu ári luku afplánun eða voru í afplánun í lok árs 35 erlendir ríkisborgarar. Af þeim voru tuttugu ekki búsettir hér á landi og sátu þeir inni fyrir ofbeldisbrot, kynferðisbrot, fíkniefnabrot og auðgunarbrot.

+

Miðvikudagur 16.janúar

"Þóttust vera að hjálpa stúlku"

- Litháar sem réðust á fjóra lögreglumenn úr götuhópi fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt föstudagsins síðastliðins bera sumir hverjir fyrir sig að þeir hafi verið að hjálpa stúlku sem götuhópurinn hafði afskipti af, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Lögreglumennirnir voru að hafa afskipti af stúlkunni, sem ók bifreið sem leið lá niður Laugaveginn klukkan liðlega eitt aðfaranótt föstudagsins. Þá þustu árásarmennirnir, fimm talsins, að þeim og réðust á þá með höggum og spörkum. Lögreglumönnunum tókst að kalla til liðsauka en þeir hlutu allir áverka í átökunum.

Sunnudagur 6.janúar

"Þekktum ofbeldishrottum úthýst af börum bæjarins"

- Þekktir ofbeldismenn verða útilokaðir frá skemmtistöðum. Nöfn þeirra og myndir verða aðgengilegar í gagnabanka kráareigenda. Lögreglustjóri segir ekki sjáanlegt að vandinn sé bundinn við ákveðna menn.

"Það er allra hagur að stoppa ofbeldi," segir Kormákur Geirharðsson, stjórnarmaður í Félagi kráareigenda, sem boðar hertar aðgerðir gegn ofbeldismönnum í miðbænum.

Laugardagur 5.janúar

"Fótbrutu mann á salerni Apóteksins"

Sunnudagur 30.desember

"Ógnaði fimmtán ára stúlku með veiðihnífi"

- "Ég held að menn sem svona gera velti því ekki fyrir sér hvað þeir eru að gera öðru fólki," segir móðir fimmtán ára stúlku eftir að vopnaður ræningi ógnaði dóttur hennar í verslun í gærkvöldi. Hann hafði um tíu þúsund krónur á brott.

Laugardagur 29.desember

"Áræðni smyglhringa er stöðugt að aukast"

- Tollgæslan lagði hald á 5,5 kíló af afar hreinu amfetamíni og kókaíni í hraðsendingu frá Þýskalandi. Götuverðmætið hleypur á tugum milljóna króna. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir áræðni smyglhringa vera að aukast.

Fimmtudagur 27.desember

"Tekinn með 23.000 e-töflur í leifsstöð"

Laugardagur 22.desember

"Hundurinn fann ránsbareflin"

- Það var lögregluhundurinn Neró sem hafði uppi á bareflum sem ungir piltar notuðu þegar þeir frömdu rán í Grímsbæ fyrr í vikunni.

(mynd af tveimur brosandi lögreglumönnum ásamt dúllulega hundinum neró)

FImmtudagur 20.desember

"Kylfum beitt í vopnuðu ráni"

Miðvikudagur 19.desember

"Miklir brestir sagðir innan lögreglunnar"

- Ritstjóri Lögreglublaðsins segir afleysingamenn og nema setta í vandasöm verk sem aðeins séu á færi faglærðra lögreglumanna. Nauðsyn að fá sem flesta menntaða lögreglumenn segir dómsmálaráðherra.

"Vegna mannfæðar þá kemur upp sú staða allt of oft að nemar og afleysingamenn eru skráðir saman á lögreglubifreiðar," skrifar Gísli Jökull. "Norrænir lögreglumenn skilja ekki hvernig við vogum okkur að láta ófaglært fólk vinna lögreglustörf sem þeir vita að eru krefjandi og vandasöm."

Föstudagur 14.desember

"Björgun leiddi til handtöku"

- Fjórir ungir menn á tvítugsaldri voru handteknir fyrir vörslu fíkniefna eftir að þeim hafði verið komið til bjargar í aftakaveðri á Steingrímsfjarðarheiði um fimmleytið í gærmorgun.

Mánudagur 10.desember

"Lyfseðlar seldir hæstbjóðanda á götunni"

- Stolin lyfseðilseyðublöð ganga kaupum og sölum á meðal fíkniefnaneytenda. Heilum blokkum af lyfseðlum er ítrekað stolið af heilbrigðisstofnunum. 3.000 lyfseðlar komust þannig í umferð á nokkrum árum. Erfitt að fyrirbyggja svikin.

Sunnudagur 9.desember

"Fólki haldið föngnu heima"

- Húsbrota- og hótanamálum hefur fjölgað síðastliðinn áratug. Málin eru oft persónulegur ágreiningur en mjög alvarleg tilfelli hafa komið upp. Yfirlögregluþjónn segir dæmi um að fólki sé haldið föngnu á eigin heimili.
Lögregla "Húsbrot birtist okkur sem mikil ógnun við fólk. Þetta eru mjög alvarleg brot í mörgum tilvikum þar sem fólki er hótað eða ógnað með einhverjum hætti.

Fimmtudagur 6.desember

"Dólgar flytja vændiskonur til landsins"

+

"Réðst á leigubílstjóra í Hátúni"

- Ráðist var á leigubílstjóra í Hátúni í Reykjavík um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Bílstjórinn slapp með minni háttar áverka.

Miðvikudagur 5.desember

"Hundruð aka undir áhrifum fíkniefna"

- Lögreglan á Akranesi og í Borgarnesi hefur tekið 129 ökumenn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en 101 fyrir ölvunarakstur. Vegna aukinnar löggæslu hefur færst í vöxt að eiturlyfjum sé smyglað innvortis milli landshluta.

"Ástæðan fyrir fjölda þessara brota er fyrst og fremst sú að fíkniefnaneyslan er komin inn í skemmtanamynstrið," segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. "Með tilkomu nýrra laga er varða akstur undir áhrifum fíkniefna og sem tóku gildi á síðasta ári er komin ný leið til að taka á fíkniefnabrotum. Þarna er komin aðferð til að taka á þeim sem eru í neyslu. Þótt þeir séu ekki með nein fíkniefni á sér eða þau falin í bílnum, þá losna þeir ekki við þau úr líkamanum í einu vetfangi."

+

"Pissusektir á fjórðu milljón"

- Sóðaskapur sem flokkast undir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar hefur kostað hina brotlegu rúmlega þrjár milljónir króna.

Þriðjudagur 4.desember

"Stóraukin kannabisræktun"

- Innlend ræktun á kannabisefnum hefur stóraukist samkvæmt tölum um haldlögð fíkniefni undanfarin ár. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins telur að verið sé að byggja upp framleiðslu á harðari efnum hérlendis.

Laugardagur 1.desember

(Mynd af löggu með blikkandi sírenur að spjalla við ökumann á sæbraut)

- Við eftirlit - Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tugi bíla á Sæbrautinni í gær en þá hófst átak gegn ölvunarakstri. Þó nokkrir ökumenn reyndust vera ölvaðir. Átakið stendur til áramóta.

+

"Ók á 5 ára dreng og stakk af."

--
Miðvikudagur 28.nóvember

"Útlendingar fjórðungur ölvaðra ökumanna sem lögregla grípur"

- Um 23 prósent þeirra sem hér hafa verið kærðir fyrir ölvunarakstur það sem af er árinu eru með erlent ríkisfang, flestir þeirra karlmenn. Svipting ökuréttinda hérlendis er sjaldnast tilkynnt yfirvöldum í heimalandi viðkomandi.

Laugardagur 24.nóvember

"Einn líkfundarmanna aftur í gæsluvarðhald"

- Tomas Malakauskas, einn þriggja sem dæmdir voru til refsingar í líkfundarmálinu í Neskaupstað, situr í gæsluvarðhaldi. Malakauskas var vísað úr landi að afplánun lokinni. Hann var handtekinn í vikunni með fíkniefni í fórum sínum.

Fimmtudagur 22.nóvember

"Á landinu í rúman mánuð"

- Stolin skúta frá Þýskalandi hefur legið við bryggju í Hornafjarðarhöfn í rúman mánuð.

Laugardagur 17.nóvember

"Lést eftir að hafa tekið rítalín í æð"

Fimmtudagurinn 15.nóvember

"Hrottafengið ofbeldisverk"

Þriðjudagur 13.nóvember

"Tveir í haldi vegna nauðgunar"

Mánudagur 12.nóvember

"Kjaftaði óvart frá ræktuninni"

-Lögreglan á Akranesi stöðvaði í fyrrinótt ökumann á Vesturlandsvegi sem var undir áhrifum kannabisefna.

Við yfirheyrslu glopraði maðurinn því út úr sér að hann væri að rækta marijúana heima hjá sér í Reykjavík. Lögregla gerði sér ferð heim til mannsins í kjölfarið og lagði þar hald á myndarlega marijúanaplöntu og lítilræði af efnum.

Laugardagur 3.nóvember

"Hópur Vítisengla var vistaður í Leifsstöð"

Hópur Vítisengla frá Osló var handtekinn í Leifsstöð í gærdag við komuna hingað til lands. Þeir voru yfirheyrðir og síðan vistaðir í flugstöðinni undir strangri öryggisgæslu lögreglu í nótt. Sumir voru taldir dæmdir afbrotamenn.

Hópur félaga vélhjólasamtakanna Hell‘s Angels, eða Vítisengla, var vistaður í Leifsstöð í nótt undir strangri öryggisgæslu lögreglu. Vítisenglarnir voru handteknir við komuna til landsins í gær og yfirheyrðir. Til stóð að senda þá til síns heima í morgun. Rökstuddur grunur var um að að minnsta kosti einhverjir þeirra manna sem komu til landsins í gær hefðu hlotið dóma vegna afbrota í heimalandinu.

Föstudagur 2.nóvember

"Dópgreni á tuttugu stöðum"

- Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekki ofáætlað að stöðug vandamál tengd fíkniefnum séu í um tuttugu húsum eða íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Vandinn krefst stöðugs eftirlits og nágrönnum er haldið í heljargreipum, að sögn lögreglu.

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir lögregluþjóna verða vitni að mikilli eymd og þeir leggi sig í hættu þar sem fólk í mikilli fíkniefnaneyslu sé oft óútreiknanlegt. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að tekið verði á vandanum hvar sem hann komi upp. Annað sé uppgjöf fyrir vandanum

Fimmtudagur 1.nóvember

"Fólk óttast um börn sín vegna dópgrenis"

- Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af íbúum húss í miðbænum vegna fíkniefnamála. Þýfi og vopn hafa fundist. Nágrannar leita ásjár borgarfulltrúa.

Stefán segir að lögregla og borgaryfirvöld hafi margvísleg úrræði vegna mála sem þessara, en vill ekki tjá sig um til hvaða aðgerða verður gripið í þessu tiltekna tilfelli. "Við munum ræða við borgaryfirvöld ef þær aðgerðir sem við höfum gripið til skila engu."

Miðvikudagur 31.okt

"Fjögur úrskurðuð í varðhald"

- Tveir karlmenn og tvær stúlkur, sem ekki eru enn orðnar lögráða, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær eftir að hafa verið tekin með nokkur hundruð grömm af hvítu efni í tveimur aðskildum smyglmálum á mánudag.

Laugardagur 20.okt

"Lögreglan fann mikið magn stera"

- Lögreglumál Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði mikið magn sterataflna og stungulyfja upptæk eftir húsleit í Austurbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið.

Föstudagur 19.okt

"Skútumenn játuðu að vera burðardýr"

Mennirnir tveir sem voru handteknir um borð í skútunni Lucky Day í Fáskrúðsfjarðarhöfn fyrir tæpum mánuði hafa játað við yfirheyrslur að vera burðardýr.

Fimmtudagur 18.okt

"Smygluðu 40 kílóum en ekki 60"

Miðvikudagur 17.okt

"Tveir í haldi fyrir að villa á sér heimildir"

- Tveir menn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um að villa á sér heimildir við komu til landsins. Þjóðerni mannanna óljóst.

Miðvikudagur 10.okt

"Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi"

- Tuttugu og sex sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi, þar af nítján í einangrun. Fjöldinn hefur ekki mikil áhrif á biðlista í afplánun, segir fangelsismálastjóri.

Mánudagur 8.okt

"Í lífshættu eftir alvarlega árás"

Lögreglumál Fjörutíu og þriggja ára karlmaður fannst lífshættulega slasaður í íbúð sinni hjá Félagsbústöðum á Hringbraut í Reykjavík um klukkan hálf tvö í gær.

Föstudagur 5.okt

"Sérsveitin prófar rafstuðtæki"

- Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú með í prófun og til athugunar hvort lögregla eigi að taka í notkun svokallað rafstuðtæki.

Raftæki af þessari tegund eru útbúin hágæða myndavél sem tekur upp atburð á vettvangi. Sérstakur hugbúnaður í tækinu skráir upplýsingar um notkun hverju sinni, svo sem dagsetningu, tíma og fjölda rafpúlsa.

Tækið er búið tveimur litlum pílum sem áfastar eru gikknum með vír. Pílunum er skotið í þann sem gera á óvirkan, og berst þá í hann rafstraumur, sem veldur því að viðkomandi missir vald á vöðvahreyfingum sínum.

Miðvikudagur 3.okt

"Tveggja fanga leitað í náttmyrkrinu"

- Tveir fangar struku úr fangelsinu á Litla-Hrauni í gærkvöldi. Þeir sóttu AA-fund í skólabyggingu á fangelsislóðinni en skiluðu sér ekki yfir í aðalbygginguna að honum loknum.

Fimmtudagur 27.sept

"Fíkniefnaneysla tæp tvö tonn"

- Yfirlæknir á Vogi segir að á Íslandi séu notuð tæp tvö tonn af fíkniefnum á ári. Gera má ráð fyrir að um 400 kíló af amfetamíni einu saman hafi verið á markaði á síðasta ári. Tilfellum lifrarbólgu C stórfjölgar.

Laugardagur 22.sept

"Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður"

+

"Þrjú grunuð um kókaínsmygl"

- Tveir karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri, voru handtekin við húsleit í Laugarneshverfi í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær.

Föstudagur 21.sept

"Á slóð smyglara frá í fyrra"

(öll forsíðan tileinkuð "pólstjörnumálinu"

Miðvikudagur 19.sept

"Fangarnir verða í Dritvík"

Mánudagurinn 17.sept

"Kapteinn baðst afsökunar fyrir hönd sjóhersins"

- Lögregla handtók danskan sjóliða í fyrrinótt fyrir að kasta af sér vatni á hús Héraðsdóms Reykjavíkur. Örðugt reyndist að tjónka við hann vegna mikillar ölvunar og var hann því látinn sofa úr sér í fangaklefa. "Kapteinninn af skipinu kom svo og leysti hann út og bað í leiðinni íslensku þjóðina afsökunar fyrir hönd danska sjóhersins," segir varðstjóri. Alls voru 24 handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt í fyrrinótt, flestir fyrir sama brot og sá danski.

Sunnudagur 16.september

(fádæma hystería:)

"Mæra fíkniefnaneyslu"

Í fríblaðinu Djöflaeyjunni, sem meðal annars er dreift í framhalds- og háskóla, má sjá leiðarvísi um heim fíkniefna á Íslandi. Augljóst háð, segir aðstoðarritstjóri. Algjörlega út í hött, segir forvarnastjóri SÁÁ.

"Mér finnst þetta algjörlega út í hött," segir Hörður Oddfríðarson, deildarstjóri forvarnadeildar SÁÁ. "Ef fíkniefnaneysla er orðin það lítið viðkvæm að það sé hægt að fjalla um hana í blaði sem er dreift um allt – hvernig eigi að útvega sér fíkniefnin, hvaða áhrif þau hafa og frekar verið að upphefja þau en hitt – þá ættum við nú kannski að staldra aðeins við og hugsa málið."

"Þetta er auðvitað háð. Maður sér það alveg ef maður les greinina," segir Baltasar Breki Baltasarsson, annar tveggja aðstoðarritstjóra blaðsins. "Það er ekki eins og við séum að benda fólki á hvar hægt er að kaupa dóp. Það er bara verið að gera grín að þessum heimi og hvað þetta er asnalegt."

Hörður er ósammála. "Ef þetta væri blað sem bæri yfirskriftina grínblað þá mundi maður kannski horfa aðeins öðrum augum á þetta, en ef það er ekki tekið fram að þetta sé sett fram í gríni þá má alveg búast við því að einhver taki þetta alvarlega," segir hann.

Baltasar Breki segir að við vinnslu blaðsins hafi ritstjórn verið bent á að umfjöllunin gæti orðið umdeild, en hann hefur ekki áhyggjur af því að nokkur taki hana alvarlega. "Ef einhver gerir það þá hlýtur hann að vera á dópi nú þegar."

Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist ekki hafa séð blaðið, en svona efni verði ekki liðið innan skólans. Það verði fjarlægt.

(brot úr þessari grín grein, forsíðufrétt athugið! "Kókaín: Svalasta dópið. Sértu á leiðinni inn í leiklistina eða á listasviðið almennt er eiginlega skylda að sjúga þetta hvíta gull. Það veitir eldi í persónuleikann [...] Skundaðu niður á Sirkus og sofðu hjá einum af bóhemunum, þá færðu líklegast eina línu að launum.")

föstudagur 14.september

"Bjarni og Bjarni saman í fangelsi"

- Dómsmál Tveir Íslendingar voru í gær úrskurðaðir í 27 daga gæsluvarðhald í Danmörku til að þeir flýðu ekki land.

----------

Já... 83 greinar, 83 forsíðufyrirsagnir á einu ári sem gusast inn um lúgur okkar, alveg ókeypis! Eiturlyf, glæpir, nauðganir, vandamál, hótanir í garð lögreglu os.frv.osfrv.!

Hvernig ætli almenningsálítið væri ef ég fyndi jafn margar fyrirsagnir um fólk sem hefur hlotið alvarlegan skaða og jafnvel dáið af völdum þessara tasera? eftir venjulegt umferðarstopp? Eða um lögregluofbeldi í hina áttina! Hvað eru margar greinar um það? ekki einu sinni 10/11 atvikið kemst á forsíðuna.

Er þetta hlutlaus fréttamennska? Eða er eitthvað á skringilegt á seyði hérna?

hver stjórnar íslenskum fjölmiðlum og hvernig stendur á því að þeim er svona mikið í mun að við vorkennum löggunni nógu mikið til að samþykkja að þeir fái tasera?

Taserar eru misnotaðasta "valdbeitingartæki" lögreglunnar, með byssum gerir fólk sér amk grein fyrir skaðanum sem þær valda, en þegar taserar eru annars vegar halda fjölmargir heiladauðir bjánar að þeir séu "nánast skaðlausir".

Amnesty skilgreina tasera sem "pyntingatól sem geta valdið dauða"... PYNTINGATÓL! Undir hvaða kringumstæðum eru pyntingar réttlætanlegar??

Ísland er eitt allra, allra öruggasta land í heiminum! Ég vinn á hóteli og fólk talar mikið um hvað allir eru afslappaðir hvað öryggi sitt varðar og munurinn er þvílíkur að fólk trúir því varla!

Hvar annarsstaðar er nokkuð öruggt að enginn muni ræna þig úti á götu? hér eru ekki einu sinni vasaþjófar! ofbeldi er vissulega vandamál en það einskorðast að mestu við fyllirísslagsmál niðrí bæ.

Þó lögreglan geti vissulega lent í leiðinlegum og erfiðum aðstæðum er það hlægilegt miðað við sumar aðstæður sem lögregluþjónar úti í heimi þurfa að díla við. Að mestu keyra þeir um að tékka á einum og einum bíl, láta kannski blása og leita öðru hvoru og fara síðan á subway. Án þess að gera lítið úr starfi þeirra frekar en annarra þá held ég að flestir lögregluþjónar á Íslandi gætu sagt þér að þetta væri yfir höfuð ekkert CSI líf...

Ég vona að þessum áróðri hætti að dynja á þjóðinni... annars er hún líkleg til að samþykkja þessar sætu og vinalegu "rafstuðsbyssur" og ryðja veginn fyrir framtíð þar sem Íslendingar verða skilyrtir með rafstuði eins og rottur í búri og munu ekki voga sér að óhlýðnast lögreglunni. Hvort sem það væri vegna þess að þú ert að mótmæla stríði eða taka kókaín í nefið, þá réttlætir ekkert að þú sért pyntaður til hlýðni!

Þetta er fasismi sem á að nást í gegn með áróðri sem nasistar væru hreyknir af, akkurat hér beint fyrir framan okkur á landinu góða, stórasta landi í heimi.

og ég á eftir að fara yfir mbl.is, hvernig haldiði að þeir myndi standa sig í samanburði...?

þvílíkt slugs...


mbl.is „Ég skal drepa konuna þína!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð að hraðfletta yfir allt copy paste dæmið. Afar skondin færsla þó. :)

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:08

2 identicon

Og hvað?? Síðan hvenær hafa fréttir af glæpum og glæpalýð ekki verið á forsíðum blaðanna? Ég blæs á svona samsæriskenningar? Hvað segirðu þá um forsíður DV undanfarið ár? Það væri rannsóknarefni fyrir þig að skoða það. Áróðurinn gegn lögreglunni þar er yfirgengilegur. Og úr því að þú ert byrjaður á þessu máttu skoða og telja fréttir eins og þú týnir til hér að ofan úr blöðunum fyrir fimm árum. Er sem sagt útilokað að ástandið hafi breyst til hins verra? Og er óeðlilegt að fréttamiðlarnir segi frá því án þess að það sé EITT STÓRT SAMSÆRI?

Teddi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

Ég hef aldrei sagt að þetta hafi ekki alltaf verið svona...?

það gerir það ekki skárra eða réttara.

Af hverju er það forritað í okkur að allir glæpir og öll skemmdarverk séu fréttnæm og þess virði að kafa í saumana á í hvert skipti? Hvað græðir samfélagið á því?

Auk þess sem þetta er ekki eina ástæðan fyrir því að það er augljóst að þetta er hluti af þeirri lögregluvæðingu sem er að eiga sér stað alls staðar í heiminum. Taserarnir eiga að koma og svona fréttir munu dynja á okkur þar til við heimtum þá.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 14.9.2008 kl. 22:25

4 identicon

Þessar fréttir eru sagðar vegna þess að almenningur hefur áhuga á þeim. Skoðaðu bara hvað er mest lesið á mbl og visir.is. Og hvað með það þó lögreglan fái Teisera? Ef þeir telja það bæta stöðuna þá treysti ég þeim.

Teddi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:30

5 identicon

Smá viðbót. Þessar fréttir höfða til almennings vegna Þess að þessar fréttir snúast um hvernig þjófélagi við búum í. Hvers vegna heldurðu að allri þessir lögguþættir í sjínvarpinu séu svona vinsælir? CSI, Law & Order og hvað þeir heita allir.

Teddi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:33

6 identicon

Það sem Teddi gleymir að minnast á þegar það ræðst á færsluna er það að þetta er ekki bara fréttaflutningur sem fjallar um glæpi, heldur er þetta hreinn og beinn áróður. Það væri í fína lagi ef fréttirnar væru hlutlausar, og ef fréttir um spillta, siðlausa lögreglumenn fengu eins mikla umfjöllun og þær sem eru beinn stuðningur við allt sem lögreglan framkvæmir.

Guðjón Heiðar: Ég þakka þér fyrir hressilegt mótlæti gegn spillingu, það er upplífgandi að sjá almennilegar færslur hér á mogga-blogginu.

kv,

Neptúnus

Charles Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:25

7 identicon

Nei, þetta er örugglega eitt stórt samsæri. Ríkisstjórnin og allir helstu fjölmiðlar landsins hafa sameinast um að heilaþvo landsmenn. Common. Ég á bara eitt orð yfir svona hugrenninga. Sorglegt.

Teddi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:39

8 identicon

Hvers vegna er það svo ólíklegt að ríkisstjórnin geti þvingað sig inn í fjölmiðlja, og stjórnað því sem þar birtist?

Hvers vegna er sorglegt að efast um það að valdið sem yfir okkur er vilji okkur ekki allt hið besta?

En þú virðist svo hrokafullur af þessari athugasemd þinni að ekkert sem ég get sagt mun breyta hugsunarhætti þínum. Það er einmitt svona hugsunarháttur sem leyfir yfirvalds-níðingum að traðka yfir þá sem undir þeim eru (eða sem þeir vilja láta halda að undir þeim séu).

Fyrirtak! Indælis uppskrift að betri framtíð: Nafnlausar, hrokafullar strengjabrúður.

Charles Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:53

9 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

teddi... ástæðan fyrir að ég tók það á mig að fletta upp öllum þessum forsíðum og skjalfesta það er djúp sannfæring fyrir sannleika sem er verið að traðka á.

ég vissi ekki hve mörg svona dæmi ég gæti fundið en tilfinningin síðustu ár er að það sé stöðugt verið að "leggja í púkk", fleiri og fleiri lítil dæmi sem smám saman fá fólk til að kaupa lausn sem er fyrifram ákveðin. Það kom jafnvel mér á óvart hvað dæmin voru mörg og niðurstaðan skýr.

Það fólst vinna í að birta þessa grein, ef þú sérð ekki mynstrið og hvernig fjallað er hlutdrægt um þessi mál þá veit ég ekki hvað er að þér.

Fólk lætur bara eins og þetta sé bara svona af því bara... en af hverju? afhverju er ekki fjallað jafn mikið um hina hliðina á þessu máli? og öðrum..?

Ég tók eftir þessu því ég hef lengi vitað að þessi hnattræna þróun í átt að fasistaríki væri í fullu fjöri hér á landi og varð var við allar fréttirnar sem voru hannaðar til að leiða fólk í áttina.

það er skuggalegt hversu vel þær styðja þann málstað sem ég heyrði fyrir mun meira en ári síðan að "problem-reaction-solution" aðferðir yrðu notaðar til að færa fólk í átt að meiri fasisma og sameingu valds/ríkja/gjaldmiðla.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 15.9.2008 kl. 03:55

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, afar skondin færsla. Þú sérð fréttirnar af óöld í s.k. skemmtanalífi, agaleysi og árásum á lögreglu, en býrð til úr þeim einhvers konar samsæriskenningu, sem á greinilega að ganga út á það, að fjölmiðlar séu með einhverjum valdbeitingarsinnuðum lögreglumönnum í samsæri um að koma hér á rafbyssuskipulagi. Hvað skotheld vesti hafa gegn sér í þínum huga, skil ég ekki. Og að tilbúin mynd sé höfð með frétt, sem sýnir lögregluþjón kýldan, virðistu líta á sem sýndarveruleika þrátt fyrir staðreyndirnar sem staðfestar eru bæði við læknisskoðun á slysavarðstofu um alvarlegar líkamsmeiðingar á lögregluþjónum og í dómabókum – og þrátt fyrir að allt of létt sé tekið á slíkum brotum gegn valdstjórninni og á þeim einstaklingum. Færsla þín virðist þjóna þeim tilgangi að varpa rýrð á bæði lögreglumenn, blaðamenn og hlutlægni þeirra og á þjóðskipulagið, í þeim tilgangi hugsanlega að stimpla það sem "göbbelskt" eða fasískt. Nei, takk, þú sannfærir mig ekki og eflaust fæsta, Guðjón Heiðar!

Jón Valur Jensson, 15.9.2008 kl. 06:08

11 identicon

ég bjóst nú ekki við að krækja þér yfir með einni grein, en þú ert að mjakast í áttina að sannari heimsmynd. Það efast ég ekki um.

ég meina prófaðu að fara niðrí bæ? þetta er ekkert svona! það er verið að birta fullkomlega falska mynd af þjóðfélaginu!

Auðvitað ef þú birtir frétt um hvert einasta ofbeldisverk, eiturlyfjamál og vandamál lögreglu fær fólk á tilfinninguna að vandinn sé stærri en hann er.

og þessar staðreyndir eru þvílíkt misvísandi "hótað utan vinnu" ég meina kommon! mér hefur verið "hótað utan vinnu" og jafnvel lamin utan vinnu, og allir íslendingar sem vinna í kringum fullt fólk hafa kynnst því að fullir gaurar séu með "hótanir" og stæla og kjaft. Flestir hafa bara nógu þykka skel til að díla við það og þurfa ekki að væla yfir því í fjölmiðlum í hvert skipti.

Þessi grein mín er sönnun fyrir því að þegar kemur að umræðu um "lögreglumál" í þjóðfélaginu er verið að keyra harðan áróður fyrir auknu valdi, fjármagni og búnaði lögreglu. Það verður ekki um villst, það að þú hafir fallið fyrir áróðrinum gerir hann ekkert réttari.

og síðasti punkturinn hvað þetta varðar er að hluti af samsærinu er að hafa alltaf vandamál til staðar til að geta alltaf bent á það varðandi lausnir.

Auðvitað ættu lögregluþjónar að vera vel þjálfaðir og fá sæmileg laun eins og allir, en það þjónar ekki þeim sem vilja aukið lögregluríki. Þess vegna sjá þeir til þess að hvaða gettógutti sem er geti komist í lögguna og borga honum svo illa til að geta sagt að lögreglan þurfi meira fjármagn. Sem fer svo undantekningalaust í eitthvað annað en að borga þessum ólánsömu peðum valdastefnunnar hér á landi.

Ég er ekki að "kasta rýrð" á lögreglþjóna frekar en ég myndi áfellast hermenn í stríðinu í Írak. Þeir eru jafn mikil fórnarlömb og ég, en lausnin er ekki að gefa þeim tasera. Það myndi margfalda öll þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir núna.

viltu virkilega meina að þessi fréttaflutningur sé fullkomlega eðlilegur og eigi ekki umfram allt að þjóna þeim tilgangi að við samþykkjum teisera?

og snúðu þessu á hvolf, lögreglumenn sem komast upp með hótanir og ofbeldi eða fá lítinn dóm eru þúsund sinnum fleiri en þeir sem komast upp með að ráðast á lögreglu. Einnig eru til dæmi um að lögreglan hafi farið fram með ofbeldi og logið síðan til um aðstæðurnar með þeim hætti að fórnarlambið er kært fyrir árás gegn lögreglu.

Ekki láta ljúga að þér.

Guðjón Heiðar Valgarðsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:19

12 identicon

Hvað er búið að vera í gangi þegar þessi "frétt" birtist? Hvað er á forsíðum dagblaðanna?

Hmmm,

lögreglan lýsir eftir stórhættulegum útlendingi, en sá flýgur út til London sama kvöld í mestu makindum frá Keflavíkurflugvelli, því löggan gleymdi að láta vita. Ekki virðist það hafa þótt fréttnæmt...

lögreglan sparkar upp hurðum hjá fólki er bíður hælis, með tæplega 50 manns og hund. Svo virðist sem leitarheimild hafi verið fengin vegna gruns um fíkniefni, en í fréttum er sagt að þetta hafi verið gert til að hjálpa útlendingastofnun.....og spurningar vakna um rasistma og fasistma. Ekki forsíðuefni, slíkar spurningar.

Gunnar prestur er loks kærður fyrir kynferðisbrot. Maðurinn verið ásakaður um slíkt áður, enda ekki alltaf verið prestur á Selfossi. Nei, nei, SVona ásakarnir hafa áður komið upp, en presturinn bara færður til, í aðra sókn.(vinnubrögð er minna á Kaþólsku kirkjuna ) Er það fréttnæmt? Nei, pínulitlar klausur í felum hjá dagblöðunum....Gæti verið einstaklega neyðarlegt fyrir hinn hákristna dóms og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, svona leiðindarfréttir, svo ekki sé talað um kirkjuna.

Lögreglan í Kanada gagnrýnd fyrir að hafa ekki rannsakað Taser nægilega vel áður en vopnið var tekið til notkunar. Ástæðan er dauði mannsins á flugvellinum hér um árið.Ekki þykir það mikið fréttnæmt hér, þrátt fyrir töluverðar umræður um taser.

Svo birtist forsíðufrétt og heil opna

mbl.is„Ég skal drepa konuna þína!“

Sveiattan, maður getur ekki lengur hlegið að heimsku könunum og þeirra Fox-news,

fréttamennskan hér er því miður á sama plani. 

magus (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:09

13 identicon

Smá besides the point...

Fróðlegt þótti mér hversu eftirlitið í Kína þótti lítið fréttnæmt hér. Gjörsamlega allt og allir hleraðir, netsíður ritskoðaðar etc. Þetta þótti fréttnæmt í USA þrátt fyrir alla geðveikina þar, og þrátt fyrir að margir telji þjóðfélagið þar sé í raun ekkert betra en Kína. Samt var mikið japlað á "eftirlitsþjóðfélaginu" í Kína í fréttum þar.

En á Íslandi var nánast ekkert rætt um þetta mál. 

magus (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:19

14 identicon

já maður! hver er "fréttin" í þessu tilviki...? að einhver lögreglumaður hafi einhverntíman lent í því að heyra þessa setningu...?

 því ekki var neitt nýtt í fréttini...? ég veit ekki með aðra en ég tengi "fréttir" við eitthvað "nýtt" líklega er það vegna enska orðsins "news" sem virðist koma af orðinu "new"

 Þarna er bara hrein pöntuð frétt til að styðja þetta agenda...

 og svo er sorglegast þegar maður sér áhrifin berum augum... mamma mín einmitt saup hveljur við að lesa þessa frétt "hugsa sér" ... og allt það.

 og þetta hlýtur að vera eitthvað met, 83 fyrirsagnir á einu ári hjá einu blaði, svo eru morgunblaðið og 24 stundir meira og minna koppí/peist af því sama.

Guðjón (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 05:28

15 identicon

Það væri ótrúlega gaman að sjá ykkur taka eina vakt í lögreglunni. Þið gerið ykkur ekki grein fyrir hvað þetta fólk lendir í.

Spáið í einu löggan kemur alltaf þegar eitthvað slæmt kemur fyrir.

Þú ert tekinn fyrir of hraðan akstur

Þú ert laminn niðri í bæ

Þú lemur einhvern niðri í bæ

Þú ert að rífast við konuna þína/nágranni hringir

Það verður andlát í fjölskyldu þinni sem á sér ekki eðlilegan aðdraganda

Skemmdarverk

Kynferðisbrot

Auðgunarbrot

Og lengi mætti telja og eina góða sem þú manst var það að Sæmi Rokk lét límmiða á reiðhjólið þitt og kenndi þér á umferðina. That´s it.

Ólafur SKorrdal hættu þessu bloggi þetta er bara leiðinlegt og þú ert ekki málefnanlegur heldur ertu einungis að þessu bloggi þínu til að sanna fyrir heiminum að fíkniefni eru ekki slæm. Ólafur þau er slæm og þess vegna eru þau bönnuð. PUNKTUR.

 Fyrir ykkur snillingana sækið um lögguna reynið að komast þar inn og sjáið hvort þið höndlið þetta og a.m.k. fáið þið aðra sýn á starfið. Ég veit fyrir mitt leyti ég myndi ekki meika þetta.

Hreinn (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband