sármóðgaðir Íslendingar að upplifa fordóma í fyrsta skipti?

jújú, við höfum svosem haft orð á okkur fyrir að vera óþolandi fyllibittur, en það gaf okkur ákveðinn sjarma..!

 nú hefur hulunni verið svipt af hinu náttúruvænu paradís þar sem allir trúa á álfa og klæðast í svanabúningum. Loksins komst hin hliðin á íslensku samfélagi á kortið! 

Jeppagaurarnir í jakkafötunum á vox höfðu hingað til ekki fengið verðskuldaða athygli í heimsfjölmiðlum og það hafði valdið ákveðnum ranghugmyndum um land og þjóð.

 Nú hinsvegar virðist fólk falla í sömu gryfjuna en í þveröfuga átt... nú eru Íslendingar víst allir svikahrappar í jakkafötum sem svíkja spariféð af fólki og enginn hlustar á Sigur Rós.

 Hvenær ætli fólk átti sig á því að það er til allskonar fólk sem býr á allskonar stöðum og gerir allskonar hluti?

 


mbl.is Rekin úr búð í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband