Sá áhugaverða athugasemd á moggabloggi hér í gær, þar var manneskja sem taldi sig aldrei hafa hitt manneskju á Íslandi sem var fylgjandi framboði Íslands til öryggisráðs SÞ....
ég fór að hugsa og ég held að það sé bara rétt.... Það var ekki ein manneskja á þessu landi fylgjandi þessu rugli. Ekki einu sinni Ingibjörg Sólrún! ókei... kannski Ingibjörg Sólrún og örfáir og þá meina ég örfáir veruleikafirrtir stjórnmálamenn..
en hvernig kom þetta þá til og afhverju í ósköpunum voru Íslendingar að standa í þessu kjaftæði?
"mynduðum samskiptatengsl..!?" ertu að djóka? hví sendum við ekki bara póstkort? Við hefðum getað sent póstkort til allra íbúa evrópu fyrir þennan pening! Með fallegri kveðju og mynd af hallgrímskirkju! og gætum laumað inn "sorrí með bankaklúðrið, við misstum okkur smá!"
Það hefði sko komið Íslandi á kortið... en í staðinn sóuðum við peningum skattborgara í að selja fólki hugmynd sem ekki einu sinni Íslendingar voru sjálfir að kaupa, að við ættum eitthvað erindi í þetta ráð og að vera að blanda okkur í deilur á heimsvísu.
Hvaða fávita datt þetta eiginlega í hug og hvar er sá maður í dag!? Ég þarf að spyrja hann nokkurra spurninga!
Auðvitað vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður!!
Guðmundur Jónsson, 17.10.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.