24.11.2008 | 15:51
hæ hér! nú fæ ég að frussa á ný! léleg afsökun stjórnvalda.
Þið haldið bara kosningar og sleppið því "karpi" sem því fylgir! hvað haldiði að myndir af ykkur brosandi á plakötum muni gera eftir þetta hvort sem er?
Það eiga að vera kosningar núna, eina sem þyrfti væri tími fyrir fólk til að stofna nýja stjórnmálaflokka og svo bara skundum við á þingvöll, kynnum mál okkar og réttum upp hendur!
OG ef þið vogið ykkur að fara að spranga peningunum okkar í áróður til að reyna að halda völdum þá mun það bara vinna gegn ykkur!
Ingibjörg, nennirðu plís bara að hætta þessu rugli og "snúa bökum" með þeim sem vilja að réttlætið nái fram að ganga og snúa baki við þeim auðvaldssinnum sem keyrðu okkur í kaf.
Við hlustum ekki á svona "stöndum saman" kjaftæði! Ef "við" stæðum saman þá hefðum við fengið að vita hverjir skilmálar imf voru! svo lítið dæmi sé nefnt! Við værum ekki skilin eftir með engin svör við ótal spurningum.
Þetta er búið, gefist upp, því fyrr því betra.
Og annað, það er enginn að biðja ykkur um að fara í framboð í þessum næstu kosningum. Ef þið hafið einhverja sómakennd þá fariði og finnið ykkur aðra vinnu.
Það er langbesti kosturinn í stöðunni hjá ykkur að segja af ykkur.
Það sama á við um alla fjölmiðlamenn sem eru þvingaðir til að prenta þvælu dag eftir dag. Ef þið eruð ekki að koma alvöru fréttum í gegn þá verðiði bara að segja af ykkur í mótmælaskyni.
Það sama á við um heiðarlega lögreglumenn sem eru alveg jafn sviknir og allir hinir og eru orðnir langþreyttir á að vera skipað að spreyja gasi í augu samborgara sinna og standa vörð um kúgun.
Ég veit að það þarf smá kjark til, enda ekki besti tíminn til að missa vinnuna núna, en þau vandamál verða bara tímabundin því við tökum yfir og þá verður nóg handa öllum og það mun margborga sig.
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Velkominn aftur. Alltaf gaman að lesa smá frussukusk :0)
Neo, 29.11.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.