að gera snjóbolta að handsprengju...

Kæru Íslendingar...

 þessi skrípaleikur hefur nú náð nýjum hæðum... nú þegar hef ég nokkrum sinnum útskýrt að á bakvið þessa bloggsíðu er svolítið "þema"... einnig stundum nefnt, "konsept". Nú hefur síðu minni tvisvar verið lokað áður og mér finnst alltaf gaman að dansa limbó á takmörkunum málfrelsis.

 Mér finnst merkilegt hvað fólk virðist hafa lítinn húmor nú til dags. Mig langaði að fara á fund Björgólfs og spyrja hann nánar út í fréttina sem var stöðvuð hjá DV, þar sem enn virðist standa á svörum um það mál. Einblínt er á hlut Reynis Traustasonar í þessu máli eins og það sé aðalatriðið, vissulega laug hann sig í bólakaf og kemur illa út vegna þess, en fyrir hvern er hann að ljúga?

 Af hverju er hann að ljúga og hvenær fáum við að vita hvers vegna þetta "litla mál" olli svo mikilli "hysteríu" meðal þessa manna. Nú hef ég ekki fengið það staðfest hvort að Jón Ásgeir hafi átt hlut að máli persónulega, en vitað er að hann er einn þeirra sem liggur undir grun.

 Ég spurði hann hvort hann hefði komið í veg fyrir fréttina og hann neitaði að svara og gekk áfram.

 Svo að ég greip smá fannhvítan snjó af jörðunni, kastaði í manninn og sagði "ritskoðaðu þetta" bara því mér fannst það fyndið. Já, ógeðslega barnalegt og kjánalegt og "skilar engu", nema því að það fer á stað einhver hysterísk umræða í samfélaginu um réttmæti þess að kasta snjóboltum.

 Nú lenti ég í því fyrir tveimur dögum að í mig var kastað snjóbolta. Ég hringdi ekki í neinn fjölmiðil og sagði frá því hvernig "veist hefði verið að mér"

 Fyrir mér eru fjölmiðlar bara orðnir einhver lélegur brandari, að gera frétt úr þessu er fáránlegt, á meðan enn standa uppi spurningar um aðkomu þessarar manna að beinni ritskoðun á þeim íslenska fjölmiðil sem á að heita hvað "frjálsastur", hvaða frétt er þá snjóbolti?

 ég geri ekki neitt fyrir hönd neins nema míns sjálfs, og ég er ekki talsmaður neins nema minna eigin skoðana. Ef mér finnst fyndið að kasta í mann snjó, sem athuga skal að var langt frá að vera einhver hnullungur þá geri ég það. 

 En ef ég gerði það fyrir hönd einhverja þá var það fyrir hönd Jóns, fyrrverandi blaðamanns DV, sem hans menn hefðu hjakkast á út í hið óendanlega til að grafa undan trúverðugleika hans, án nokkurrar miskunnar eða umhugsunar um hvernig það hefði leikið hans framtíð ef þessi upptaka hefði ekki komið til.

Eða fyrir 55 ára, þriggja barna móðir, sem ég las bréf eftir, hún hafði misst vinnuna sína í banka og vegna verðtryggingu, verðbólgu og hruni fasteignaverðs sá hún fram að missa heimilið.

Hún endaði á að segja að þegar það gerðist myndi hún leggjast út í kaldann snjóinn og biðja okkur hinum vel að lifa.

Ef það á að vara blása upp þennan snjóbolta sem eitthvað "ofbeldi" þá hlýtur fólk að vera að grínast, þetta atvik stóð yfir í 1 mínútu og það var lögregla allt í kring. 

Þið megið segja hvað sem ykkur sýnist, en fólk virðist hafa mjög bjagaða skilgreiningu á "friðsamlegum mótmælum", ég hef aldrei kastað eggi svo ekki fara að henda ykkar heimskulegu stimplum á mig.

 og farið að átta ykkur á því að það eru þúsundir manna á Íslandi brjálaðir núna út af hinu og þessu, "mótmælendur" geta ekki talað einni röddu og það er gamalt trikk sem hefur virkað á treggáfað fólk mjög lengi að láta "eitt yfir allt ganga" og láta sem allir jarmi sama jarmi.

Að auki hef ég alltaf talað fyrir friðsömum mótmælum og rætt við lögreglur á vinalegum nótum, því auðvitað veit ég að þeir eru ekki óvinir, en ekki segja mér að þessi maður og hans félagar eigi ekki eftir að útskýra nokkra hluti fyrir okkur hinum.

 Ég vona að þið farið að hugsa um það sem skiptir máli, ekki einhvern krakkakjána sem fannst aðallega fyndið að geta hlegið að því að hafa kastað snjóbolta í mann sem mátti alveg "bögga smá". Ég tengi snjóbolta við leikskóla og þegar þessir menn hegða sér eins og krakkar í dótabúð að hirða upp allt sem hægt er að kaupa á þessu landi, þá hlýt ég að mega leika mér með þeim líka..

Ég vil líka biðja fjölmiðla um að hafa ekki eftir færslur af þessu bloggi undir mínu nafni þar sem þetta er síða byggð á karakter sem er allt öðruvísi en ég.

Það að fólk láti sér detta það í hug að æsa sig yfir svona skrípaleik lætur mig halda að fólk hafi endanlega misst húmorinn, og það er sorglegra en að það sé búið að ræna okkur öllum peningunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarft ekkert að afsaka þetta snjókast. Í mínum augum er snjórinn sem hann fékk ekki í líkingu við skítinn sem hann hefur ausið yfir alla þjóðina.

 Þú ert fyrsti mótmælandinn sem beitir reiðinni í rétta átt, þ.e. kastar í Jón Ásgeir í staðinn fyrir Alþingishúsið.

Óskar (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:36

2 identicon

Þú ert öfgamaður og skríll og hryðjuverkamaður og gott ef ekki bara vinstri grænn líka

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Thee

Settirðu hvítt duft í nebbann á JÁJ?

Thee, 17.12.2008 kl. 23:51

4 identicon

Fagmaður :) 

 Því miður þá er það nú svo, að menn virðast ætla að traðka á fjórða valdinu, þ.e. fjölmiðlum, traðka á almenning og steypa okkur til helvítis.  Ég held að nokkrir snjóboltar séu bara hið best mál!  Vonandi verður snjór áfram, því það þarf margar milljónir snjóbolta í viðbót til þess að menn fari að vakna, og átta sig á því að almenningur hefur fengið nóg, amk virðast þau mótmæli sem þegar hafa verið gerð ekki ætla að fá valdsjúkan aðalinn til að skilja hvað í raun og veru er að gerast hjá fólki.

kv.

Ófeigur

Ófeigur Friðriksson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 00:13

5 identicon

Sæll Guðjón, mig langaði að spyrja þig að einu. Hvað ertu gamall ?

Haukur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 02:40

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Svona kjánaskapur er hvorki fyndinn eða frábær. Þú er bara stór krakki sem heldur að það sé töff að vera með ólæti. Finndu þér eitthvað annað áhugamál en að vera með stæla við fólk sem hefur ekkert gert þér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.12.2008 kl. 02:46

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"sem hefur ekkert gert þér"

Vésteinn Valgarðsson, 18.12.2008 kl. 03:46

8 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

gott að hólmfríður er með hlutina á hreinu, þetta er með því fyndnara sem ég hef lesið... maðurinn er auðvitað sakleysið uppmálað..?

 og hvers vegna í ósköpunum er kjánaskapur orðinn eitthvað níðyrði? ég veit ekki betur en kjánaleg atvik séu með þeim skemmtilegri sem maður lendir í... já ég er bara stór krakki og mér fannst þetta fyndið, þeir sem hinsvegar eru svo viðkvæmir að velta sér upp úr þessu eru líka stórir krakkar sem ættu að væla í mömmu sinni annarsstaðar en á þessu bloggi, ég er viss um að hún getur huggað ykkur.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 18.12.2008 kl. 06:35

9 identicon

Ég sem var svo barnaleg að halda að þessi snjór sem að jáj fékk frá okkur væri mjög saklaust... hver hefur ekki fengið smá snjó yfir sig..  En önnur eins athygli og þessi verknaður okkar er að vekja er með ólíkindum.  Maðurinn segist sjálfur hafa sloppið alveg ómeiddur frá þessari uppákomu...  

mér er um megn að vita af vissum mönnum á almannafæri án þess að sýna þeim að ég sé með ýtrustu vanþókknum á þeirra gjörðum... 

hann átti þetta skilið!

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:20

10 identicon

Ef einhver sem væri kominn yfir ca 12 ára aldur myndi henda snjó í mig þá myndi ég sennilega lemja viðkomandi í klessu nema þá helst ef hann væri með 40 grímuklædda vini sína með sér..

Þið eruð nú frekar sorgleg grey, hendið snjóboltum í Jón Ásgeir og komið svo við í Bónus á leiðinni heim til mömmu svo þið getið keypt snakk til að hafa með Idol.

Valtýr Björn Thors (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 03:19

11 Smámynd: Thee

Valtýr.

Margur heldur mig sig.

Thee, 19.12.2008 kl. 11:54

12 identicon

ég kaupi ekki snakk í bónus og horfi ekki á idol.

guðjón (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:46

13 identicon

Þetta var fínt og höggið á öxlina hans jóns var góð skemmtun,líka spegilinn á bilnum hans og rispan á hinum....endilega höldum áfram að vera óþroskaðir misyndismenn.....það er eitthvað við það;)

jón b hólm (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband