2.1.2009 | 17:44
Nýtt ár, nýtt blogg, nýir karakterar, 2009 er ár byltingarinnar.
Á sama tíma og við "mótmælendur" þolum ekki að reynt sé að flokka okkur í eitt box og dæma alla út frá verkum fárra, þá er samt ákveðin samheldni sem sá hópur sem duglegastur hefur verið í mótmælunum til þessa sýnir.
Ef þið ráðist á einn af okkur eruði að ráðast á okkur öll. Þegar einn mótmælandi var handtekinn fyrir engar sakir, þá fórum við hin og náðum í hann til baka. Þetta er lögmál sem bera ger ráð fyrir.
Stöð 2 hefur núna lýst stríði á hendur mótmælendum. Næstfyrsta frétt þeirra á árinu á skilið að fá goebbels verðlaunin. Þar var ein siðlausasta blekkingarbomba í Íslandssögunni sprengd beint framan í andlitið á okkur við mikinn ófögnuð hugsandi manna.
Þar er tekið viðtal við aumingja tæknimanninn með glóðaraugað, sem færir einhliða málflutning, litaðan af persónulegum hefndarþorsta. Síðan er tekið annað viðtal við eiganda 365, einn af bestu vinum Jóns Ásgeirs sem segir að nú hafi "ótýndir glæpamenn" komið sér fyrir meðal mótmælanda og notfæri sér ástandið. Þessu til sönnunar nefnir að sumir hafi verið með grím og einn hafi sést nota vasahníf til að reyna að opna glugga.
Að lokum er svo reynt að fá Hörð Torfa til að "fordæma" aðgerðirnar en þegar það tekst ekki er tekið fram að hann "harmi" atburðina.
Hvergi í þessari frétt er tekið viðtal við þá "ótýndu glæpamenn" sem að málinu komu og hvergu eru sýnt myndbrot sem til eru og sanna að þær fréttir sem við höfum fengið af þessu er algjör tilbúningur.
Spreyjað var táragasi á mótmælendur sem voru upp með hendur að reyna að komast í burtu til að hlýða óréttlátum fyrirmælum valdníðinga. Þeir voru spreyjaðir í bakið! Af þessu eru til fullt af myndum og fólki sem leið vítiskvalir eftir að hafa fengið þennan stórhættulega úða beint í augun.
Aldrei er spurt "gekk lögreglan of langt?" eða lögreglan ávítuð fyrir það ofbeldi sem hún beitir af fyrra bragði.
Af myndunum má líka sjá að einhverjir sjálfboðafasistar á stöð 2 byrjuðu að reyna að meina friðsamlegum mótmælendum inngöngu og svo kom ein "hetja" úr eldhúsinu sem hefur eflaust fylgst með og sagt við hina kokkafávitana sem hann vinnur með að nú myndi hann "redda" þessu. Hann mætir svo þarna og byrjar að ráðast á einn mótmælandanna.
En fyrir þá sem þarna voru og þetta sáu er ekkert minna en viðbjóðslegt að horfa upp á hvernig lögregla og fjölmiðlar leggjast á eitt til að sverta og sundra mótmælendum.
Ef þeir halda að þetta verði til þess að við gefum eftir þá munu þeir sjá hversu röng sú ályktun er.
Með þessari hefndaraðgerð lögreglu gegn nornabúðinni gengu þeir yfir enn eitt strikið, þetta má ekki einu sinni rannsaka!
Ég hef ákveðið að nú sé kominn tími á að binda enda á frussukuskið. Það virðist ekki skipta neinu máli hve oft ég útskýri að þetta sé karakter konsept sem ég er að leika mér með, alltaf tekur fólk orð mín jafn bókstaflega.
Sbr. síðustu færslu. Auðvitað vona ég ekki í alvöru að neinn kveiki í sér, kommon?? eruði svona heimsk?
Konsepptið var byggt á þeirri einföldu hugmynd að ég var orðinn langþreyttur á að reyna að vera málefnalegur í rökræðum við fólk sem hafði engan áhuga á að rökræða, bara að gusa nægilega miklu slugsi yfir mann til að fólk tæki ekki mark á manni á sama tíma og það hunsaði öll rök sem maður kom með.
Svo ég ákvað að tveir gætu leikið þennan leik, og það virkaði ágætlega, með nægilegum fúkyrðaflaumi fékk ég þessa fávita marga hverja til að bregðast við vegna þess hve "móðgaðir" þeir urðu allt í einu þegar þeim mættu svipaðar árásir og þær sem ég hef þolað alveg síðan ég sá í gegnum þá spillingu sem hefur grasserað hérlendis og erlendis í mörg ár.
Það er miklu einfaldara að ausa yfir einhvern fúkyrðum en að vona að hann fari að hlusta á alvöru rök, því það er oftast búið að forrita viðbrögð við öllum helstu rökunum og fólk neitar að yfirstíga þá forritun.
Þegar einhver segir þeim hinsvegar að frussa ógeðslegu gubbslugsi í pussuna á sér þá hefur það enga páfagaukahandbók til að grípa í.
Önnur ástæða er sú einfalda markaðssetning að öfgakenndur málflutningur sem þessi, sérstaklega kryddaður með barnalegum og klúrum blótsyrðum, fangar athygli fólks mun frekar en málefnaleg rök.
En ég hef þó tekið þá ákvörðun að leggja frussið á hilluna á nýju ári og stofna þess í stað til tveggja nýrra karaktera. Hér þrífst ennþá svo mikið kjaftæði á þessum mbl bloggum og fréttum að það er nauðsynlegt að halda ennþá áfram að veita því aðhald.
Annað bloggið verður mun meira í anda þess sem "ég" er, eða legg mig fram um að vera amk. Þar mun ég reyna að höfða til samvisku fólks og rökhugsunar í málum sem koma fram. Vera jafnvel væminn þegar nauðsyn krefur, en þó mun ég eflaust ekki getað stillt mig um einstaka kaldhæðnislega brandara.
Ég er algjörlega á móti ofbeldi, en það má þó ekki gleyma því að það er stigsmunur á ofbeldi, og stundum er réttlætanlegt að beita minna ofbeldi til að stöðva ofbeldi sem er þúsundfalt öfgakenndara. Sérstaklega ef það hefur sýnt sig að aðrar leiðir hafa brugðist og ofbeldið heldur stöðugt áfram.
Á sínum tíma var ég harður talsmaður algers ofbeldisleysis, eftir að hafa kynnt mér verk Gandhis, þá vildi meina að í engum tilvikum væri hægt að réttlæta það. Ég þurfti þó að éta það ofan í mig þegar ég var spurður af kunningja mínum einfaldrar spurningar.
Hann sagði mér að hann var lagður í einelti í mörg ár, allt hafði verið reynt en ekkert gerðist. Þetta gerði líf hans ömurlegt í barnaskóla. Það gerðist svo einn daginn að eldri bróðir hans tók sig til og lamdi alla gaurana sem áttu hlut að máli og sagði þeim að drullast til að láta bróðir sinn í friði.
Eftir það fékk þessi strákur loksins frið.
Ætlar einhver að segja mér að þetta hafi ekki verið réttlætanlegt?
Þá spyr ég aftur, fólk sem kvartar yfir öfgafullum og ofbeldisfullum mótmælum.
Hversu öfgafullt og og ofbeldisfullt er það að láta fólk vinna fyrir sparifé allt sitt líf og taka það síðan í nefið um borð í einhverju megasukk víkingaskipi? Og svo þegar þynnkan tekur við, henda viðkomandi úr vinnu og taka af því húsið?
Ætlar einhver að bera það áralanga ofbeldisfulla einelti saman við að rífa einhverjar snúrur? brjóta einhverja glugga? eða henda snjóbolta??
Ef það hefur sýnt sig að friðsamleg mótmæli hafa ekki skilað neinu nema meira bulli af því sama, hvað í fjandanum á þá að gera?
Ríkisstjórninni verður að vera gert það skýrt að hún hefur ekkert traust, hún fær ekkert "meiri tíma" til að redda hlutunum, við höfum einfaldlega enga þolinmæði fyrir því lengur og tími þeirra er löngu liðinn. Að hafa náð að stöðva þennan viðbjóð var stór sigur fyrir íslensku þjóðina og sýndi mikið hugrekki þeirra sem þarna voru.
Það skal vera skýrt:
Ríkisstjórnin fær ekki að sitja óáreitt í boði arðráns rio tinto alcan á auðlindum þessara þjóðar að borða kræsingar og skála í vín og halda áfram að tyggja sínar ömurlegu afsakanir yfir þjóðina. Lögreglan handtekur ekki einn mótmælenda fyrir engar sakir. Fjölmiðlar fá ekki að gusa yfir okkur áróðursslugsi. Bankarnir fá ekki að svíkja undan saklausu fólki og henda því á götuna.
Þetta verður stöðvað með öllum mögulegum leiðum, eins harkalegar og nauðsynlegar eru og rétturinn til sjálfsvarnar verður að vera virtur.
Að lokum vil ég senda einlæga beiðni til allra þeirra páfagauka sem syngja nú "of langt gengið" sönginn, og þykjast samt vera fylgjandi málstaðnum. Nenniði plís að hætta þessu, þeir einu sem eru að "skaða" málstaðinn eruð þið.
Þið eruð hættulegri en löggurnar sem spreyja okkur piparúða því þið eruð afsökunin þeirra fyrir því, ef þeir vita að þeir geta gert það og beitt síðan áróðri til að telja ykkur trú um að það hafi "þurft" þá gera þeir það aftur.
Ef þið hinsvegar hættið að jarma þennan söng og einblínið í staðinn á það ofbeldi sem lögreglan beitir saklausum borgurum þá fyrst getiði þóst vera "með málstaðnum."
Í alvöru, þið eruð fólkið sem annaðhvort eruð algjörlega að misskilja, eða þá að þið eruð hreinlega með einhverjum allt öðrum málstað. Ef þið eruð ennþá á því að fjölmiðlar eigi rétt á að sjá um að stjórna umræðunni og ríkisstjórnin á að svara fyrir sig, þá eruði ekkert að skilja vandamálið og getið þar með alveg hætt að þykjast vera með okkur í liði.
Ef þið kaupið þá bábylju að verknaður eins mótmælanda réttlæti aðgerðir gegn þeim öllum bjóðiði upp á að lögreglan geti þess vegna látið óeinkennisklædda aðila byrja með smá læti til að réttlæta síðan að okkur sé öllum refsað. Það hefur fengið staðfest af fréttamönnum að slíkar óeinkennisklæddar lögreglur eru á mótmælum.
Að auki er það brot á genfarsáttmálanum að beita "collective punishment". Piparúði er ekkert grín og ef þið réttlætið hann á sama tíma og þið þykist vera á móti ofbeldi þá eigiði heima á geðspítala, og ég vona að þar finnist einhver lækning við geðbilun ykkar.
og annars heyrði ég í george orwell í gær, hann var ekkert smá sáttur með að fjölmiðlar og lögregla væru farin að nota euphemismið "varnarúði" yfir þann hrylling. Fannst það afar fyndið, en vildi þó meina að þetta væri svo langt gengið að jafnvel hinn geðbilaðasti fáráðlingur ætti að sjá að þetta er eitthvað allt annað.
Hinn karakterinn verður páfagaukakind og mun aðstoða ykkur hin við að jarma allt það sem þið eruð að jarma og/eða munið koma til með að jarma í nafni kaldhæðninnar.
Frussukuskið kveður að sinni, og til allra þeirra sem hafa orðið sármóðgaðir af framferði mínu bið ég semí afsökunar. Semí því ég meina þetta ekkert, ég er viss um að þið viljið vel en skiljið illa. Frekar en öfugt... en á sama tíma þá ættuði að hafa þykkari skel en svo að þið farið að væla yfir einhverjum bloggara á netinu.
Þetta var skemmtileg tilraun, og ég kynntist örlítið þeim takmörkunum málfrelsis er við þurfum að hlýða en blogginu var tvisvar lokað og það var köttað á fjölmargar tengingar við fréttir. Það sýndi sig líka hve vel þetta fangar athygli fólks en færslur eins og "ég drap sætan hund", "helvítis fokking pussur", "ég kastaði snjóbolta í Jón Ásgeir Jóhannesson" o.fl. ollu miklu fjaðrafoki meðal páfagauka.
En nú þegar þetta hefur verið sannað, og sú hystería afhjúpuð er engin ástæða til að halda áfram. Mér fannst aldrei það fyndið að tala svona, aðallega fannst mér fyndið að sjá þau hörðu viðbrögð sem það vakti. Einnig tókst mér að fá einhvern til að gusa slugsi á móti svo ég sé ekki hvað annað frussukuskið á eftir..
Þá var líka gaman að fá aðeins að skíta yfir þann viðurstyggilega hugsunarfasisma sem pólitísk rétthugsun er.
en nú förum við í tíma þar sem allt sem maður segir skiptir máli og það er ekki hægt að treysta á kímnigáfu almennings, og ég myndi ekki vilja að eitthvað öfgafullt djók hér yrði tekið og blásið upp til að sverta "mótmælendur" í heild sinni. Og jafnvel þá að sumir vitleysingar hafi tekið mig of bókstaflega og ályktað þar með að "mótmælendur" væru snarruglaðir. Það er ekki áhætta sem ég nenni að taka lengur.
Ég ætla að halda mig við rök, allavega á annarri af þessum nýju síðum en um leið og þær verða til mun ég vísa í þær.
Takk fyrir mig, og gleðilegt byltingarár.
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bara Steini, 2.1.2009 kl. 17:47
Hvítliðahreyfing Kapítalistaflokksins Sjálfstæðisflokksins hefur greinilega verið endurvakin.
Númi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:27
Ekki veit ég um neina hvítliðahreyfingu en eitt er víst að ég fer og hjálpa til ef þessi lýður ætlar fara áfram með þessi mótmæli í þessari mynd.
Óskar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:54
Svartstakkar grípa til vopna.
Elías Þórsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:41
Aumingja þú, þér líður illa. Guð hjálpi þér. Vonandi sefur þú rótt.
Sá ógrímuklæddi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:42
sá ógrímuklæddi nafnlausi kommentari þá? hetja...
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 3.1.2009 kl. 11:56
Af hverju ertu alltaf svona orðljótur við allt og alla Guðjón? Held að þú ættir að líta í eigin barm. Þú missir þig trekk í trekk við fólk vegna þess að þig þrýtur alltaf rök og heldur að með því að bölsótast eins og naut í flagi þá sértu að rökræða málin. Það hefur verið þinn stíll í mörg ár. Ef ekki allir eru á sama máli og þú, missiru þig gjörsamlega og eyst fúkyrðum og drullu yfir fólk. Þér er gjörsamlega fyrirmunað að sjá tvær hliðar á nokkru máli hvað þá að virða skoðanir annarra. Hversu heimskt og forpokað er það?
Og bíddu nú við, bylting hvað? Hvað tekur svo við?
Auðvitað þarf að breyta hér til, en að einhverjir byltingasinnar taki hér við völdum, Jerímías og Gudda og allt þeirra lið, forði okkur frá því.
Hvað veist þú um það hvort ég hafi mótmælt? Ég hef oft farið á Austurvöll og mótmælt með öðrum. Bara þetta litla dæmi sínir að þú fullyrðir alltaf án þess að vita neitt í þinn haus.
Og eitt skaltu vita. Ég hef nákvæmlega sama rétt og þú á að mynda mér skoðanir og draga ályktanir. Og tel mig fullfæra um að sjá muninn á réttu og röngu. Sem er meira en þú getur eða vilt.
Síðan nenni ég ekki að eiga orð við þig framar. Ég get átt mun uppbyggilegri samræður um málin við köttinn minn, heldur en þig.
Agga (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 18:17
Geðbilun hvað??? Mátti bara til.
það er eins með ykkur og tómu tunnurnar það glymur alltaf hæst í þeim...
Agga (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:46
afhverju svararðu ekki ábendingunum sem ég kom með í staðinn fyrir að halda áfram að væla sama kjaftæðið? ég hef sagt við þig í persónu að þetta blogg gengur út á að drulla yfir allt og alla, af hverju ertu þá að koma með einhverju vanupplýsta gagnrýni ef þú neitar síðan að hlusta á slugs? mikið ertu óþroskuð.
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 5.1.2009 kl. 00:50
Goebbels-fréttaverðlaunin 2008 hljóta að renna til stöðvar 2 fyrir litla frétt sem var flutt í sjónvarpsfréttum þeirra í síðasta mánuði um Pólverjann(held ég) sem var drepinn með Taser í BC í Kanada um árið...
Tekið var fram að þetta mál hefði verið notað af andstæðingum Taser-byssanna sem gott dæmi um hættuna sem stafar af þessum byssum, en nú hefði rannsókn sýnt fram á annað......
Maðurinn hefði verið geðsjúklingur og fyllibytta og bara dáið vegna "æsingar-óráðs heilkennisins"....sem væri hugtak samþykkt af læknum....
Ég þarf varla að taka það fram við þig hversu mikið rugl "fréttin" var, en að sjálfsögðu var ekkert tekið fram í fréttinni að fólk í BC í Kanada er agndofa yfir framferði lögreglunnar þar og var m.a. fjallað harkalega um þennan hvítþvott(sem er annað heiti á meintri "rannsókn") á Taser í fjölmiðlum þar.
Greinilegt er að yfirvöld hér ætla að koma þessum vopnum hingað, sama hversu mikið þarf að ljúga til um meint meinleysi byssunar. Íslendingar þurfa að fá að heyra sannleikann um þessar byssur, sem þýðir sennilega að bloggarar verða að opna umræðuna sem gæti orðið til þess að Ríkisimbinn neyðist til þess að athuga málið aðeins.
Guðjón og aðrir mótmælendur! Besta vopn ykkar gegn lygum lögreglunnar og áróðursfréttum imbakassamiðlanna er það að taka sjálf upp eigin mótmæli. Sennilega þarf að sjá til þess að nokkrir mótmælendur séu búnir upptökutækjum og myndavélum og geri ekkert annað en að fylgjast með og taka upp....þið hafi ykkar eigin fréttamenn.
Sérstaklega þarf að fylgjast með þeim er gera sig líklega til þess að beita ofbeldi eða reyna að hleypa mótmælunum upp í átök, því það er bara viðtekin venja í löndunum í kring um okkur, sérstaklega N-Ameríku, að lögreglan komi sýnum mönnum fyrir á meðal mótmælenda sem síðan reyna hvað þeir geta til að efna til vandræða.....svo félagar þeirra hafi afsökun til að kalla til "sérveitanna" til að berja fólk.
Ekki treysta á að einhver kunni fyrir tilviljun mynda atburði dagsins..
Lögreglan í Montreal í Kanada var gómuð við þessa iðju sína árið 2007. Það var vegna þess að svo margir voru með videoupptöku á gemsanum sínum, og náðust því góðar myndir af köppunum.
Að lokum; þetta "frussukusk" þitt hefur verið stórskemmtilegt og hressandi, hvað sem fólk segir...sérstaklega fólk sem gæti átt samræður um þjóðmál við ketti.......
magus (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 04:15
Húff, Guðjón minn...
Þú ert svo hrokafullur og dónalegur við fólk, og þá helst þína nánustu, að það nær engri átt. Og, nei, ég er ekki að tala um allt "frussuslugsið" þitt.
Það er alveg klárt mál á myndum sem sáust á Vísi.is að mótmælendur ruddust yfir hlið inn að Hótel Borg með látum og reyndu að ryðja sér leið gegnum starfsfólk Stöðvar 2 til þess að stöðva(r) útsendinguna.
Að sjálfsögðu reyndi tæknifólk stöðvarinnar að meina þeim inngöngu og hindra þá í að stöðva útsendinguna, áttu þeir bara að standa hjá og fylgjast með? Hefðu þér í alvörunni þótt það viðbúinn viðbrögð starfsfólksins?
Og þegar starfsfólkið brást svona við var reynt að hlaupa þau niður og ráðist á það. Það er ekki eðlilegt, það er ofbeldi og ég mun ekki styðja það. Sem mótmælandi hefði ég ekki viljað samþykkja þá hegðun og líklega hætt aðgerðum vegna þess.
Auk þess finnst mér yfirlýstur tilgangur mótmælanna út í hött. Það er allt í góðu að mótmæla við þetta tilefni en að stöðva umræðuþátt þar sem fréttamenn og formenn allra flokka koma í fyrsta sinn saman frammi fyrir þjóðinni eftir þetta stórbrotna ár vinnur ekki með hagsmunum okkar, heldur gegn þeim.
Ég hafði mikinn áhuga á að sjá hvað þau myndu segja, hefði það verið bull hefði ég reiðst, hefði eitthvað nýtt komið fram hefði mér þótt það áhugavert og hefði réttmæt gagnrýni komið skýrt fram hefði ég glaðst. Þetta tækifæri var hins vegar gert að engu undir því yfirskini að við skyldum ekki "leyfa þeim að bulla í okkur lengur". Við megum semsagt ekki tala við eða heyra frá stjórnmálamönnum lengur, þau hafa ekki lengur málfrelsi fyrir ykkur. Frábært.
Í því samhengi er fáránlegt að vinna skemmdir á eigum Stöðvar 2 og Hótel Borgar þegar tilgangurinn er ekki göfugri en þetta.
Á hinn bóginn er, eins og þú hefur bent á, ekki hægt að setja alla undir sama hatt. Þú varst ekki þarna en ég þekki góða menn sem voru þar og ég veit að margir (líklega flestir) voru þarna bara til þess að mótmæla á eðlilegan hátt og sumir til að iðka borgaralega óhlýðni. Lögreglan virðist hafa beitt vitlausa menn of harkalegum aðgerðum á vitlausum tíma og afleiðingin er sú að aðgerðir þeirra voru einnig fáránlegar.
Ég reiðist því eins og þú en það þýðir ekki að ég blindist fyrir því að margt sem sumir mótmælendur gerðu var einnig út í hött.
Þú þarft samt að hætta að grípa í hrokafrasa eins og "jarm", "páfagaukur" og "heilaþvottur" og venja þig harkalega af því að hrauna yfir fólk sem vogar sér að segja þér sína skoðun, og að álykta að allar skoðanir sem þú ert ósammála og hefur heyrt áður séu þarafleiðandi innihaldslaus afleiðing heilaþvottar.
Kannski er bara eitthvað til í því sem fólk segir svona ítrekað við þig. Kannski er eitthvað til í jarminu. Kannski eru margar hliðar á öllum málum. Og ef ekki skaltu leiðrétta það af stillingu og virðingu frekar en að vaða bara uppi með svívirðingum og hrokafullum frösum. Þú græðir ekkert á því í rökræðum, í alvöru, það er bara kjánalegt...
Ps. Ekki nota sömu afsökun við mig og þú gerðir hér að ofan ("þú veist hvernig frussukuskið er") vegna þess að þú ert alveg eins í rökræðum í eigin persónu.
Viktor (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 05:33
sjaldnast reyndar... en jú, þessi karakter fær að skjóta upp kollinum utan síðunnar, enda skemmtilegur sem slíkur. En það er alveg jafn mikill karakter sem þú ættir að vera farinn að læra að taka takmarkað mark á (skemmtilegur endir á setningu)
og Agga, ég ítreka, hér er yfirlýst stefna að hrauna yfir þá sem andmæla mér eins og versti fasisti. Hafir þú ekki áttað þig á því sem ég hélt ég hefði gert þér ljóst þykir mér leitt ef ég hef móðgað þig! þú veist alveg hvað mér finnst þú frábær.
Vonandi að nýja bloggsíðan mín verði ykkur meira að skapi, þar mun ekki mæta ykkur slugs... og hver veit nema sá karakter muni vera meira áberandi í raunveruleikanum líka.
Guðjón (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.