22.4.2009 | 20:55
Kosningar, hvað skal gera?
Ég hef velt þessu mikið fyrir mér upp á síðkastið, enda mikið í húfi og erfitt að segja hver sé besti kosturinn í þessari stöðu. Fyrir mér voru aðeins þrír valkostir sem komu til greina, vinstri grænir, borgarahreyfingin og að skila auðu.
Það eru einu kostirnir sem standa eftir eftir að hafa notað útilokunaraðferðina:
x-d
Þarf að segja eitthvað mikið um það...? Það er eiginlega bara svolítið erfitt að velja einhver nokkur atriði og ég nenni ekki að eyða allri færslunni í að tala um eitthvað sem ætti að vera jafn augljóst... ef þið ætlið ennþá að kjósa þessa menn til valda þá er hvort sem er örugglega mjög lítið sem ég get gert til að fá ykkur ofan af því.
x-b
Vonandi blekkjast ekki margir af einhverri hvolpasýningu þar sem moldríki pabbastrákurinn er settur í forystu til að þykjast standa fyrir einhverjum "breytingum" og "réttlæti"... pabbi Sigmundar er Gunnlaugur Davíð Sigmarsson sem situr í stjórn Icelandair og N1 ásamt pabba Bjarna Ben, sem var sjálfur með honum í stjórn N1... Gæti mögulega verið að þessir flokkar í forystu myndu hafa hagsmuni þessarar fyrirtækja að leiðarljósi frekar en hagsmuni almennings... gæti verið að N1 stundi viðskipti við Alcoa? Framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn gætu alveg eins skilað inn sameiginlegum listum og það er ljótt að sjá hvernig þeir reyna að blekkja fólk með áherslu á innflytjendur og eldri borgara. Sigmundur, þú ert hálfviti og það sjá allir í gegnum þig, "við þurfum að vernda náttúruna, en við þurfum samt tvö ný álver." Þín eigin orð...
x-f = Frjálslyndi flokkurinn
Svosem ekkert að því að einhverjir fyrrum sjálfstæðismenn sem vöknuðu upp fyrir kvótasvindlinu stofni flokk alveg brjálaðir... en það er eitthvað talsvert athugavert við að kjósa þennan öfgahægri rugludallaflokk inn á þing bara vegna þess.
x- S = Samfylkingin
Neineineineineinei... öryggisnet auðvaldsins... flokkurinn sem er hannaður fyrir þá sem eru brjálaðir yfir óréttlætinu en halda að samfylkingin muni stuðla að réttlátara samfélagi. Kratableyður norðursins... Fengu fullt af atkvæðum frá fólki sem var á móti sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar en stungu þau öll í bakið með því að byrja að gæla við eistun á sjálfstæðisflokknum um leið og þau sáu möguleika á að komast til valda.
1. Hafa fengið gríðarlega styrki frá "fjárglæframönnunum" í Baugi og "tengdum félögum"... Hafa gengið erinda þeirra í verki inni á þingi.
2. Stutt álvæðingunna af mikilli festu þrátt fyrir einstaka mótsagnakennd kosningaslagorð inn á milli. Vilja álver á Helguvík og á Bakka.
3. Vilja afsala ákvörðunarrétti þjóðarinnar í hendur markaðsaflanna í gegnum "frjálsa efnahagssvæði" ESB, sem var stofnað út frá hugmyndafræði markaðshyggjunnar, þeas að markaðurinn ætti að hafa óheflað frelsi og lúta engum landamærum né höftum, þá myndi allt fara vel. Það er tilvist ESB og uppivaðsla þeirrar hugmyndafræði sem þar eru boðuð sem stuðlaði að hruninu hérlendis. ESB er vandamál, ekki lausn. Það er fráleitt að láta eins og þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum bara gengið í ESB fyrr. Hlustið ekki á svona bull.
4. Styðja áframhaldandi samstarf við IMF! Jájá... þau virðast sumsé ekkert sjá athugavert við skipulega glæpastarfsemi alþjóða gjaldeyrisþrjótsins.
Ég vil biðja alla sem eru að spá í að kjósa þennan bull flokk að íhuga betur hvort þetta sé virkilega flokkur sem vert er að kjósa á þing. Þau gerðu amk. ekkert til að koma í veg fyrir þá spillingu sem hér þreifst. Líklegast vegna þess að þau eru vaðandi í henni sjálf.
Ég vil þó taka fram að innan þeirra raða er fólk sem vill engum illt.. en þau eru engu að síður að misskilja aðeins og eru engan vegin þess virði að kjósa.
Nú þegar ég hef skoðað þá flokka sem ég get útilokað með mikilli vissu vil ég aðeins íhuga kostina sem mér finnst standa eftir:
X-U
Vinsti grænir... ég kaus þau síðast og kvarta ekki undan því atkvæði. Þau hafa vissulega reynt að stöðva álverin, misskiptinguna, stríðsglæpi o.s.frv. Eini flokkurinn sem hefur tekið skýra afstöðu gegn Ísrael t.d. og almennt hefur verið hægt að treysta á að þau reyni að verja hagsmuni almennings frekar en sinn eigin.
En!
Hafandi velt þessu talsvert fyrir mér þá verð ég að segja að ég hef eitt en...!
Þau eru stjórnmálaflokkur sem eru föst í "pólitík"...
Allt í einu "gátu" þau ekki verið jafn hörð gagnvart IMF eftir að þau komust í ríkisstjórn. Þetta var eitt merki sem ég tók eftir...
Auk þess virðast þau vera farin að þróa með sér það flokkaheilkenni að hugsa hlutina eftir vinsældum frekar en hugsjónum.
Sem dæmi þá spurði ég einu sinni þingmenn þar hvort einhverjir innan þeirra raða væru ekki meðvituð um þá lygasögu sem stríðið gegn hryðjuverkum er, og hvort þau gætu ekki beitt sér í þeim málum, spurt erfiðra spurninga, beðið um gögn o.s.frv.
Þá var mér sagt að það væru margir innan flokksins sem væru að spá í þannig hlutum en þetta væri svona mál sem þau myndu aldrei þora að fara með út. Ekki vegna efasemda um réttmæti kenninganna heldur af ótta við "fylgishrun" og að það væri "pólitískt sjálfsmorð."
Auðvitað er þetta bara eitt dæmi, en það skiptir öllu máli að inn á þingi verði fólk sem talar frá hjartanu um það sem því finnst vera satt og rétt, óbundið duttlungum flokkapólitík og óhrætt við fordæmingu almennings á óvinsælum sannleika.
Þannig flokkur mun alltaf gera málamiðlanir undir álagi.
Mér hefur hreinlega oft þótt vinstri græn, ekki nógu róttæk. Ég vona að þau sem lesi þetta og styðja flokkinn taki því ekki illa þar sem gjarnan eru þau sökuð um að vera of róttæk. En það er samt mín skoðun. Hvers vegna vörðu þau t.d. ekki hústökuna? væntanlega af ótta við að þau myndu tapa fylgi rétt fyrir kosningar... eða þá að þau hreinlega eru ekki fylgjandi svo róttækum aðgerðum, sem er bæði mjög slæmt að mínu viti.
Kosningar eiga ekki að vera vinsældakosningar. Gallinn er auðvitað sá að þær eru það, en það breytir því ekki að stjórnmálaflokkar eiga ekki að móta stefnumál sín byggt á því.
Síðan er líka annað sem ég fór að velta fyrir mér.
Þó þau hafi reynt að koma í veg fyrir spillinguna þá tókst þeim það ekki. Auðvitað var það erfitt, en þeim mistókst það engu að síður. Hvað gerðu þau rangt? Hvað hefðu þau getað gert betur?
Það er svosem eitthvað sem við ættum öll að spyrja okkur sjálf að.
En engu að síður er seta á þingi meira vald en flest okkar hafa haft, þingmenn Vinstri grænna hafa því verið valdahafar upp á síðkastið. Niðurstaðan situr eftir og sú staðreynd að líklega hefðu þau þurft að vera enn háværari, enn leiðinlegri og enn róttækari en þau voru.
Þau hefðu getað vaðið uppi og varað fólk við útþenslu bankanna fyrir síðustu kosningar, en þau voru kúguð til undirgefni eftir hræðsluáróður um að þau vildu senda bankanna úr landi.
Að því sögðu vil ég taka fram að undir flestum kringumstæðum hefði ég samt kosið þau sem langsamlega skársta kostinn í stöðunni. Og vil auðvitað miku frekar að fólk kjósi þau heldur en flokkana sem ég nefndi hér að ofan.
X- O = Borgarahreyfingin
Ég hef því ákveðið, að í kosningunum á laugardaginn muni ég kjósa borgarahreyfinguna.
Ég fór á nokkra fundi þegar hreyfingin var stofnuð en hafði ekki áhuga á að bjóða mig fram þar sem ég hefði alltaf viljað taka skýra afstöðu gegn ESB ef ég færi í framboð og það var ekki í boði þarna. Þrátt fyrir það hef ég ákveðið að þetta sé besti kosturinn fyrir þessar kosningar, akkurat núna.
Ástæðurnar eru nokkrar.
Nr. 1
Þau eru klárlega og opinskátt á móti þeirri spillingu sem var hér í gangi og vilja róttæktar aðgerðir til að komast til botns í því hvað hér átti sér stað og til að leiðrétta það óréttlæti sem hefur orðið til vegna þess.
Þau eru "með okkur í liði"...
Sem segir mér að það skiptir mjög miklu máli að þau nái yfir 5% markið.
Akkurat núna setja skoðanakannanir þau á 4,9% eða þar um bil. Ef það yrði niðurstaðan tapar því "góða liðið" 3 þingmönnum og 5% fylgis!
Þau myndu líklega verða með í stjórn ef þau ná því takmarki, en framsóknarflokkurinn hefur sýnt það hversu mikið vald það getur gefið flokkum að vera með 1-3 þingmenn inni...
Þau myndu aldrei vinna með sjálfstæðisflokknum og myndu vera miklu betri kostur í einhverskonar vinstri stjórn heldur en framsóknarflokkurinn. Í raun væri stjórn með samfylkingu, framsókn og vinstri grænum martröð sem verður að reyna að stöðva.
Ég tel því að atkvæði mitt geti mögulega orðið miklu verðmætara í höndum þeirra en vg, en þeir munu fá fínt fylgi, með eða án míns atkvæðis.
Auk þess hef ég fylgst með mörgum frambjóðendum þarna, lesið bloggin þeirra og spjallað við þau og veit að þau eru klár og til í að standa fyrir hugsjónum sínum. Þau voru eini "flokkurinn" sem gat mótmælt opinberlega því þau voru ekki að hugsa um vinsældirnar. Þau hafa haldið því áfram og munu halda því áfram.
Auðvitað situr það eftir að flokkastrúktúrinn er meingallaður og ég er ekki sammála öllum þarna í öllu, frekar en búast mætti við. Hinsvegar er það eitt þeirra helsta baráttumál, nýjar lausnir í lýðræðisfyrirkomulagi, en það er með því mikilvægasta sem þarf að gera til að koma á sanngjarnari heim.
Þau eru ekki hluti af gömlu valdaklíkunni og þau hafa nýja rödd sem verður að fá að heyrast á næsta þingi.
Ekki segja mér að þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið séum við Íslendingar ennþá of íhaldssöm til að geta kosið flokk sem samanstendur af allskonar fólki úr öllum stéttum lífsins inn á þing.
Að það þurfi ennþá að vera "einn af stóru flokkunum" sem hefur nægilegt fjármagn til að prenta af sér risastór plaggöt þar sem þeir brosa sínu breiðasta í sínu fínasta pússi og lofi bót og betrun.
Mesta byltingin sem gæti átt sér stað væri sú að koma amk einum nýjum flokki inn á þing. Vinstri grænir hafa reynt að malda í móinn, en kannski þurfa þau smá hjálp frá flokki sem hefur svipaðar hugsjónir.
Auðvitað er möguleiki að atkvæðið mitt deyi út af þessari fáránlegu 5% reglu sem er alltaf notuð til að hræða fólk frá því að stofna flokka, og síðan frá því að kjósa flokka. Það er mjög óheilbrigt fyrirkomulag þar sem landslagið er vísvitandi gert óhagstætt gagnvart þeim sem vilja koma með nýjar hugmyndir.
VG+Borgarheyfingin verður 28% af þinginu ef VG fær 28% og BH 4,9, en VG+BH verður 33% ef þau ná upp í 5%... Það er töluvert meira vægi.
Ég treysti þeim til að vera róttæk, og ég treysti þeim til að hræra aðeins upp í ríkjandi kerfi og gildum. Ég treysti því líka að þau fari ekki að vaða uppi með einhvern evrópufasisma. Ég verð síðan bara að vona að þau verði traustsins verð.
Þessi rök gera allavega útslagið fyrir mig, ég vil drepa þessi dauðu atkvæði, og fyrst fylgið er komið svona hátt þá verð ég að reyna að nota mitt í þágu þess.
X - Auður
Þetta er síðan kosturinn sem ég veit að margir ætla að velja. Þarna er lýst algjöru frati á núverandi flokka og núverandi kerfi og er yfirlýsingin út af fyrir sig ekki svo slæm.
Ég er þó algjörlega ósammála því að þessa yfirlýsingu sé best að gera í kjörklefa, og það að maður kjósi þýði að maður sé sáttur við núverandi kosningakerfi.
Þingið okkar fer með völd, það er alveg á hreinu. Þau geta vissulega verið minni en völd sumra fyrirtækja en þar eru völd engu að síður, og það engin smá. Þingið hefur völd til að setja lög sem stofnanir landsins verða svo að framfylgja. Sem að ÞÚ verður síðan að framfylgja.
Vissulega væri ég til í að kjósa engan og að hér væri ekkert yfirvald, einungis anarkískt útópíu-samvinnu réttlætis samfélag. Ég segi anarkískt því það er það sem anarkismi gengur út á. "Stjórnleysi" eins og er orðin vinsæl þýðing fjölmiðla á Íslandi gefur til kynna að "stjórnleysingjar" séu "stjórnlausir", alveg brjálaðir og er oftast reynt að klína einhverri kaótískri sýn yfir á slíkar hugmyndir.
Þeir sem hafa kynnt sér þessar hugmyndir öðruvísi en í gegnum matreiðsluþætti fjölmiðla vita hinsvegar að "anarkismi" felur ekki í sér "skipulagsleysi" bara "stjórnleysi" í þeim skilningi að það stjórnar þér enginn og þú stjórnar engum öðrum.
Einhverjir myndu kalla það... réttlæti, jafnræði og jafnvel frelsi... en slíkar hugmyndir eru auðvitað stjarnfræðilega langt frá þankaganki vinnumauranna sem hafa sætt sig við núverandi þrældóm sinn og telja sig þurfa á drottnurum að halda til að "vernda sig" og "gefa sér mat og húsnæði."
Það breytir því ekki að líklegast er búið að skíta orðið út alltofmikið og alltof lengi til að sniðugt sé að nota það. Það er væntanlega betra að finna eitthvað nýtt orð og kynna það sem nýja hugmynd og nota það til að kynna þessar hugmyndir upp á nýtt þar sem samfélagið var ekki tilbúið fyrir þær síðast.
En þangað til verðum við að reyna okkar besta í að mjaka vitund samfélagsins smám saman burt frá þeirri geðveiki sem hefur þjáð hana í alltof langan tíma... Velja bestu og eða skárstu kostina þegar við getum og taka öllum skrefum í rétta átt fegins hendi.
Sama hversu mikið statement væri fólgið í því að skila auðu mun það bara auðvelda valdníðingunum sem þú ert örugglega mest á móti að halda völdum. Auðvelda þeim að réttlæta kúgun sína og glæpi með bulli um "endurnýjað umboð" . Fólk horfir bara á prósentufylgið og tal um að almenningur hafi krafist breytinga með mörgum auðum atkvæðum verður ekki hávært...
Auðvitað skiptir máli hvort flokkarnir inni á þingi vilji einkavæða (lesist: selja sjálfum sér á slikk) auðlindir okkar og innviði eða hvort þeir vilji halda þeim í eigu almennings. Auðvitað skiptir máli hvort ríkisstjórn okkar vilji reisa fleiri eiturspúandi skrímsli út um allt land til að þeir geti sjálfir makað krókinn með skammsýnu gróðabraski eða hvort þeir vilja vernda náttúru okkar sem þá ómetanlegu auðlind sem hún er fyrir okkur og allar komandi kynslóðir.
Auðvitað skiptir máli hvor sjónarmiðin lenda ofan á í þessum kosningum. Auðir seðlar gera ekkert í því samhengi. Því miður.
Ég væri samt fylgjandi því að auðir seðlar væru flokkur, og því fleiri "mönnum" sem hann næði inn á þing, því fleiri þingsæti væru látin vera auð út kjörtímabilið. Þá myndi ég meta forsendurnar alveg upp á nýtt.
En allavega, sama hvað þið veljið, ekki gleyma að velta því vel fyrir ykkur hvað þið viljið standa fyrir, því við stöndum á miklum krossgötum og við hreinlega verðum að taka rétta beygju.
(p.s... úps... gleymdi ástþóri... ætli ég fái líka lögregluheimsókn...? tek þó fram að rafrænar kosningar eru mjög góð hugmynd og ég vona að fólk fari ekki að tengja þær við Ástþór út af þessu framboði hans)
Það eru einu kostirnir sem standa eftir eftir að hafa notað útilokunaraðferðina:
x-d
Þarf að segja eitthvað mikið um það...? Það er eiginlega bara svolítið erfitt að velja einhver nokkur atriði og ég nenni ekki að eyða allri færslunni í að tala um eitthvað sem ætti að vera jafn augljóst... ef þið ætlið ennþá að kjósa þessa menn til valda þá er hvort sem er örugglega mjög lítið sem ég get gert til að fá ykkur ofan af því.
x-b
Vonandi blekkjast ekki margir af einhverri hvolpasýningu þar sem moldríki pabbastrákurinn er settur í forystu til að þykjast standa fyrir einhverjum "breytingum" og "réttlæti"... pabbi Sigmundar er Gunnlaugur Davíð Sigmarsson sem situr í stjórn Icelandair og N1 ásamt pabba Bjarna Ben, sem var sjálfur með honum í stjórn N1... Gæti mögulega verið að þessir flokkar í forystu myndu hafa hagsmuni þessarar fyrirtækja að leiðarljósi frekar en hagsmuni almennings... gæti verið að N1 stundi viðskipti við Alcoa? Framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn gætu alveg eins skilað inn sameiginlegum listum og það er ljótt að sjá hvernig þeir reyna að blekkja fólk með áherslu á innflytjendur og eldri borgara. Sigmundur, þú ert hálfviti og það sjá allir í gegnum þig, "við þurfum að vernda náttúruna, en við þurfum samt tvö ný álver." Þín eigin orð...
x-f = Frjálslyndi flokkurinn
Svosem ekkert að því að einhverjir fyrrum sjálfstæðismenn sem vöknuðu upp fyrir kvótasvindlinu stofni flokk alveg brjálaðir... en það er eitthvað talsvert athugavert við að kjósa þennan öfgahægri rugludallaflokk inn á þing bara vegna þess.
x- S = Samfylkingin
Neineineineineinei... öryggisnet auðvaldsins... flokkurinn sem er hannaður fyrir þá sem eru brjálaðir yfir óréttlætinu en halda að samfylkingin muni stuðla að réttlátara samfélagi. Kratableyður norðursins... Fengu fullt af atkvæðum frá fólki sem var á móti sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar en stungu þau öll í bakið með því að byrja að gæla við eistun á sjálfstæðisflokknum um leið og þau sáu möguleika á að komast til valda.
1. Hafa fengið gríðarlega styrki frá "fjárglæframönnunum" í Baugi og "tengdum félögum"... Hafa gengið erinda þeirra í verki inni á þingi.
2. Stutt álvæðingunna af mikilli festu þrátt fyrir einstaka mótsagnakennd kosningaslagorð inn á milli. Vilja álver á Helguvík og á Bakka.
3. Vilja afsala ákvörðunarrétti þjóðarinnar í hendur markaðsaflanna í gegnum "frjálsa efnahagssvæði" ESB, sem var stofnað út frá hugmyndafræði markaðshyggjunnar, þeas að markaðurinn ætti að hafa óheflað frelsi og lúta engum landamærum né höftum, þá myndi allt fara vel. Það er tilvist ESB og uppivaðsla þeirrar hugmyndafræði sem þar eru boðuð sem stuðlaði að hruninu hérlendis. ESB er vandamál, ekki lausn. Það er fráleitt að láta eins og þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum bara gengið í ESB fyrr. Hlustið ekki á svona bull.
4. Styðja áframhaldandi samstarf við IMF! Jájá... þau virðast sumsé ekkert sjá athugavert við skipulega glæpastarfsemi alþjóða gjaldeyrisþrjótsins.
Ég vil biðja alla sem eru að spá í að kjósa þennan bull flokk að íhuga betur hvort þetta sé virkilega flokkur sem vert er að kjósa á þing. Þau gerðu amk. ekkert til að koma í veg fyrir þá spillingu sem hér þreifst. Líklegast vegna þess að þau eru vaðandi í henni sjálf.
Ég vil þó taka fram að innan þeirra raða er fólk sem vill engum illt.. en þau eru engu að síður að misskilja aðeins og eru engan vegin þess virði að kjósa.
Nú þegar ég hef skoðað þá flokka sem ég get útilokað með mikilli vissu vil ég aðeins íhuga kostina sem mér finnst standa eftir:
X-U
Vinsti grænir... ég kaus þau síðast og kvarta ekki undan því atkvæði. Þau hafa vissulega reynt að stöðva álverin, misskiptinguna, stríðsglæpi o.s.frv. Eini flokkurinn sem hefur tekið skýra afstöðu gegn Ísrael t.d. og almennt hefur verið hægt að treysta á að þau reyni að verja hagsmuni almennings frekar en sinn eigin.
En!
Hafandi velt þessu talsvert fyrir mér þá verð ég að segja að ég hef eitt en...!
Þau eru stjórnmálaflokkur sem eru föst í "pólitík"...
Allt í einu "gátu" þau ekki verið jafn hörð gagnvart IMF eftir að þau komust í ríkisstjórn. Þetta var eitt merki sem ég tók eftir...
Auk þess virðast þau vera farin að þróa með sér það flokkaheilkenni að hugsa hlutina eftir vinsældum frekar en hugsjónum.
Sem dæmi þá spurði ég einu sinni þingmenn þar hvort einhverjir innan þeirra raða væru ekki meðvituð um þá lygasögu sem stríðið gegn hryðjuverkum er, og hvort þau gætu ekki beitt sér í þeim málum, spurt erfiðra spurninga, beðið um gögn o.s.frv.
Þá var mér sagt að það væru margir innan flokksins sem væru að spá í þannig hlutum en þetta væri svona mál sem þau myndu aldrei þora að fara með út. Ekki vegna efasemda um réttmæti kenninganna heldur af ótta við "fylgishrun" og að það væri "pólitískt sjálfsmorð."
Auðvitað er þetta bara eitt dæmi, en það skiptir öllu máli að inn á þingi verði fólk sem talar frá hjartanu um það sem því finnst vera satt og rétt, óbundið duttlungum flokkapólitík og óhrætt við fordæmingu almennings á óvinsælum sannleika.
Þannig flokkur mun alltaf gera málamiðlanir undir álagi.
Mér hefur hreinlega oft þótt vinstri græn, ekki nógu róttæk. Ég vona að þau sem lesi þetta og styðja flokkinn taki því ekki illa þar sem gjarnan eru þau sökuð um að vera of róttæk. En það er samt mín skoðun. Hvers vegna vörðu þau t.d. ekki hústökuna? væntanlega af ótta við að þau myndu tapa fylgi rétt fyrir kosningar... eða þá að þau hreinlega eru ekki fylgjandi svo róttækum aðgerðum, sem er bæði mjög slæmt að mínu viti.
Kosningar eiga ekki að vera vinsældakosningar. Gallinn er auðvitað sá að þær eru það, en það breytir því ekki að stjórnmálaflokkar eiga ekki að móta stefnumál sín byggt á því.
Síðan er líka annað sem ég fór að velta fyrir mér.
Þó þau hafi reynt að koma í veg fyrir spillinguna þá tókst þeim það ekki. Auðvitað var það erfitt, en þeim mistókst það engu að síður. Hvað gerðu þau rangt? Hvað hefðu þau getað gert betur?
Það er svosem eitthvað sem við ættum öll að spyrja okkur sjálf að.
En engu að síður er seta á þingi meira vald en flest okkar hafa haft, þingmenn Vinstri grænna hafa því verið valdahafar upp á síðkastið. Niðurstaðan situr eftir og sú staðreynd að líklega hefðu þau þurft að vera enn háværari, enn leiðinlegri og enn róttækari en þau voru.
Þau hefðu getað vaðið uppi og varað fólk við útþenslu bankanna fyrir síðustu kosningar, en þau voru kúguð til undirgefni eftir hræðsluáróður um að þau vildu senda bankanna úr landi.
Að því sögðu vil ég taka fram að undir flestum kringumstæðum hefði ég samt kosið þau sem langsamlega skársta kostinn í stöðunni. Og vil auðvitað miku frekar að fólk kjósi þau heldur en flokkana sem ég nefndi hér að ofan.
X- O = Borgarahreyfingin
Ég hef því ákveðið, að í kosningunum á laugardaginn muni ég kjósa borgarahreyfinguna.
Ég fór á nokkra fundi þegar hreyfingin var stofnuð en hafði ekki áhuga á að bjóða mig fram þar sem ég hefði alltaf viljað taka skýra afstöðu gegn ESB ef ég færi í framboð og það var ekki í boði þarna. Þrátt fyrir það hef ég ákveðið að þetta sé besti kosturinn fyrir þessar kosningar, akkurat núna.
Ástæðurnar eru nokkrar.
Nr. 1
Þau eru klárlega og opinskátt á móti þeirri spillingu sem var hér í gangi og vilja róttæktar aðgerðir til að komast til botns í því hvað hér átti sér stað og til að leiðrétta það óréttlæti sem hefur orðið til vegna þess.
Þau eru "með okkur í liði"...
Sem segir mér að það skiptir mjög miklu máli að þau nái yfir 5% markið.
Akkurat núna setja skoðanakannanir þau á 4,9% eða þar um bil. Ef það yrði niðurstaðan tapar því "góða liðið" 3 þingmönnum og 5% fylgis!
Þau myndu líklega verða með í stjórn ef þau ná því takmarki, en framsóknarflokkurinn hefur sýnt það hversu mikið vald það getur gefið flokkum að vera með 1-3 þingmenn inni...
Þau myndu aldrei vinna með sjálfstæðisflokknum og myndu vera miklu betri kostur í einhverskonar vinstri stjórn heldur en framsóknarflokkurinn. Í raun væri stjórn með samfylkingu, framsókn og vinstri grænum martröð sem verður að reyna að stöðva.
Ég tel því að atkvæði mitt geti mögulega orðið miklu verðmætara í höndum þeirra en vg, en þeir munu fá fínt fylgi, með eða án míns atkvæðis.
Auk þess hef ég fylgst með mörgum frambjóðendum þarna, lesið bloggin þeirra og spjallað við þau og veit að þau eru klár og til í að standa fyrir hugsjónum sínum. Þau voru eini "flokkurinn" sem gat mótmælt opinberlega því þau voru ekki að hugsa um vinsældirnar. Þau hafa haldið því áfram og munu halda því áfram.
Auðvitað situr það eftir að flokkastrúktúrinn er meingallaður og ég er ekki sammála öllum þarna í öllu, frekar en búast mætti við. Hinsvegar er það eitt þeirra helsta baráttumál, nýjar lausnir í lýðræðisfyrirkomulagi, en það er með því mikilvægasta sem þarf að gera til að koma á sanngjarnari heim.
Þau eru ekki hluti af gömlu valdaklíkunni og þau hafa nýja rödd sem verður að fá að heyrast á næsta þingi.
Ekki segja mér að þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið séum við Íslendingar ennþá of íhaldssöm til að geta kosið flokk sem samanstendur af allskonar fólki úr öllum stéttum lífsins inn á þing.
Að það þurfi ennþá að vera "einn af stóru flokkunum" sem hefur nægilegt fjármagn til að prenta af sér risastór plaggöt þar sem þeir brosa sínu breiðasta í sínu fínasta pússi og lofi bót og betrun.
Mesta byltingin sem gæti átt sér stað væri sú að koma amk einum nýjum flokki inn á þing. Vinstri grænir hafa reynt að malda í móinn, en kannski þurfa þau smá hjálp frá flokki sem hefur svipaðar hugsjónir.
Auðvitað er möguleiki að atkvæðið mitt deyi út af þessari fáránlegu 5% reglu sem er alltaf notuð til að hræða fólk frá því að stofna flokka, og síðan frá því að kjósa flokka. Það er mjög óheilbrigt fyrirkomulag þar sem landslagið er vísvitandi gert óhagstætt gagnvart þeim sem vilja koma með nýjar hugmyndir.
VG+Borgarheyfingin verður 28% af þinginu ef VG fær 28% og BH 4,9, en VG+BH verður 33% ef þau ná upp í 5%... Það er töluvert meira vægi.
Ég treysti þeim til að vera róttæk, og ég treysti þeim til að hræra aðeins upp í ríkjandi kerfi og gildum. Ég treysti því líka að þau fari ekki að vaða uppi með einhvern evrópufasisma. Ég verð síðan bara að vona að þau verði traustsins verð.
Þessi rök gera allavega útslagið fyrir mig, ég vil drepa þessi dauðu atkvæði, og fyrst fylgið er komið svona hátt þá verð ég að reyna að nota mitt í þágu þess.
X - Auður
Þetta er síðan kosturinn sem ég veit að margir ætla að velja. Þarna er lýst algjöru frati á núverandi flokka og núverandi kerfi og er yfirlýsingin út af fyrir sig ekki svo slæm.
Ég er þó algjörlega ósammála því að þessa yfirlýsingu sé best að gera í kjörklefa, og það að maður kjósi þýði að maður sé sáttur við núverandi kosningakerfi.
Þingið okkar fer með völd, það er alveg á hreinu. Þau geta vissulega verið minni en völd sumra fyrirtækja en þar eru völd engu að síður, og það engin smá. Þingið hefur völd til að setja lög sem stofnanir landsins verða svo að framfylgja. Sem að ÞÚ verður síðan að framfylgja.
Vissulega væri ég til í að kjósa engan og að hér væri ekkert yfirvald, einungis anarkískt útópíu-samvinnu réttlætis samfélag. Ég segi anarkískt því það er það sem anarkismi gengur út á. "Stjórnleysi" eins og er orðin vinsæl þýðing fjölmiðla á Íslandi gefur til kynna að "stjórnleysingjar" séu "stjórnlausir", alveg brjálaðir og er oftast reynt að klína einhverri kaótískri sýn yfir á slíkar hugmyndir.
Þeir sem hafa kynnt sér þessar hugmyndir öðruvísi en í gegnum matreiðsluþætti fjölmiðla vita hinsvegar að "anarkismi" felur ekki í sér "skipulagsleysi" bara "stjórnleysi" í þeim skilningi að það stjórnar þér enginn og þú stjórnar engum öðrum.
Einhverjir myndu kalla það... réttlæti, jafnræði og jafnvel frelsi... en slíkar hugmyndir eru auðvitað stjarnfræðilega langt frá þankaganki vinnumauranna sem hafa sætt sig við núverandi þrældóm sinn og telja sig þurfa á drottnurum að halda til að "vernda sig" og "gefa sér mat og húsnæði."
Það breytir því ekki að líklegast er búið að skíta orðið út alltofmikið og alltof lengi til að sniðugt sé að nota það. Það er væntanlega betra að finna eitthvað nýtt orð og kynna það sem nýja hugmynd og nota það til að kynna þessar hugmyndir upp á nýtt þar sem samfélagið var ekki tilbúið fyrir þær síðast.
En þangað til verðum við að reyna okkar besta í að mjaka vitund samfélagsins smám saman burt frá þeirri geðveiki sem hefur þjáð hana í alltof langan tíma... Velja bestu og eða skárstu kostina þegar við getum og taka öllum skrefum í rétta átt fegins hendi.
Sama hversu mikið statement væri fólgið í því að skila auðu mun það bara auðvelda valdníðingunum sem þú ert örugglega mest á móti að halda völdum. Auðvelda þeim að réttlæta kúgun sína og glæpi með bulli um "endurnýjað umboð" . Fólk horfir bara á prósentufylgið og tal um að almenningur hafi krafist breytinga með mörgum auðum atkvæðum verður ekki hávært...
Auðvitað skiptir máli hvort flokkarnir inni á þingi vilji einkavæða (lesist: selja sjálfum sér á slikk) auðlindir okkar og innviði eða hvort þeir vilji halda þeim í eigu almennings. Auðvitað skiptir máli hvort ríkisstjórn okkar vilji reisa fleiri eiturspúandi skrímsli út um allt land til að þeir geti sjálfir makað krókinn með skammsýnu gróðabraski eða hvort þeir vilja vernda náttúru okkar sem þá ómetanlegu auðlind sem hún er fyrir okkur og allar komandi kynslóðir.
Auðvitað skiptir máli hvor sjónarmiðin lenda ofan á í þessum kosningum. Auðir seðlar gera ekkert í því samhengi. Því miður.
Ég væri samt fylgjandi því að auðir seðlar væru flokkur, og því fleiri "mönnum" sem hann næði inn á þing, því fleiri þingsæti væru látin vera auð út kjörtímabilið. Þá myndi ég meta forsendurnar alveg upp á nýtt.
En allavega, sama hvað þið veljið, ekki gleyma að velta því vel fyrir ykkur hvað þið viljið standa fyrir, því við stöndum á miklum krossgötum og við hreinlega verðum að taka rétta beygju.
(p.s... úps... gleymdi ástþóri... ætli ég fái líka lögregluheimsókn...? tek þó fram að rafrænar kosningar eru mjög góð hugmynd og ég vona að fólk fari ekki að tengja þær við Ástþór út af þessu framboði hans)
Sjálfstæðisflokkur tapar miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Facebook
Athugasemdir
Flottur pistill. Ég nenni ekki oft að lesa svona löng blogg en þetta var spennandi.
Margrét Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 21:13
Ég er sammála þér, ég er búinn að setja X-ið við O-ið en það atkvæði hjálpar vonandi Þór Saari að komast inn á þing. Hjá mér var þetta XO vs XV en ég endaði með XO eftir svipaðar pælingar og þú lýsir hér. Ég sé ekki eftir því!
Neo, 22.4.2009 kl. 21:34
úps, gleymdi að segja: auðvitað X-O
Margrét Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 21:37
Sæll Guðjón Heiðar. Vel skrifaður og rökstuddur pistill. Ég hef á tilfinningunni að XO hafi sterka undiröldu sem komi þeim talsvert upp fyrir 5%.
Hrannar Baldursson, 23.4.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.