24.8.2008 | 21:49
Glæpamenn
Með öðrum orðum, lögreglumenn fóru í kringum stjórnarskrá Íslands með því að leita á ökumanni þessum sem eflaust þekkir ekki rétt sinn nægilega vel og hefði eflaust ekki komist upp með að ætla að nýta sér hann og stálu af honum "lítilræði" af lyfi sem er meinlausara en áfengi. Eyðilögðu kvöldið hjá manni sem var ekki sekur um annað en að ætla að fá sér í haus. Fólk talar fjálglega um frelsið sem við búum í en á sama tíma er fullorðið fólk ekki einu sinni frjálst til að velja hvað það lætur ofan í sig...
Þeir sem reykja kannabisefni eru meinlausir og ætti lögreglan að verja tíma sínum í þarfari hluti en að angra þessi nojuðu grey.
Og ég býst við að við eigum að fagna þessum fréttum sem stóru skrefi í "stríðinu gegn eiturlyfjum"... kannski meiri rök fyrir því að banna amfetamín en í frjálsum heimi ætti ekki að refsa fólki fyrir að vera háð einhverju. Frekar að bjóða fram hjálparhönd. Auk þess klórar ekki einu sinni yfirborðið á vandanum að bösta einn og einn neytanda.
Fundu fíkniefni í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mamma þín er örugglega stolt af þér. Alveg makalaust hvað fólk er óhrætt við að opinbera ruglið í sér á netinu. Og hvaða rugl bull og vitleysa að alhæfa að allir hasshausar séu meinlausir? Fíkniefnaneysla er val. Val sem endar því miður og allt of oft í harðari efnum. Það þarf ekki að líta lengra en til Hollands til að sjá hvað þessi skrýtna röksemdarfærsa ný-frjálshyggjusinna hefur beðið mikið skipbrot.
Ég held að fáir vorkenni þér þótt lögreglan hafi eyðilagt partíið hjá þér og vini þínum.
Steinn G (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 22:19
Uhm...
Steinn, hvaðan hefur þú þær upplýsingar að GHV hafi nokkuð með þetta mál að gera? Það er glæpsamlegt að saka menn um glæpi sem þeir fremja ekki, það heita meiðyrði. Ég mæli með því að þú flettir upp á þeim í íslenskum lögbókum.
Ég hygg að þú ættir að fara varlega í þetta pseudo-kommúníska þrugl þitt um nýfrjálshyggju, þú myndir sennilegast ekki þekkja hnéð á þér frá olnboganum í hugtakafræði stjórnmálanna. Stríðið gegn fíkniefnum er jafn mikil sóun á almannafé eins og fíkniefnaneysla er sóun á eigin fé.
Góð grein GHV. Ég er hjartanlega sammála þér, nema hvað, að það er ekki alveg satt hjá þér að kannabisreykingamenn séu skaðlausir, en þeir eru síst skaðmeiri en áfengisneytendur eða hvað annað fólk, ótrúlegt magn fólks hérlendis og erlendis neytir þessara efn og eru allir þar ólíkir eins og annarsstaðar í samfélaginu. Það eru til bölvuð fífl og níðingar sem neyta THC, en sem betur fer er flest fólk betur gert en það að stunda ofbeldi og því ofbeldismenn í hverfandi minnihluta THC neytenda.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.8.2008 kl. 03:26
já að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða að allir kannabisreykingamenn séu meinlausir, en ég vil samt meina að kannabisefni ýti undir höfuð undir mun meinlausari hegðun en kollegi þeirra áfengi!
og Steinn, ég held að þú hafir bara sniðugan húmor! Haha, eins og ég færi að blogga um þetta því það bitnaði á mér! "snilld!" þú þarft samt ekki að hafa áhyggjur af því að ég kæri þig fyrir meiðyrði, á þessari síðu gefst þér frelsi til að segja það sem þér sýnist!
og þetta með harðari efnin er svo mikið bull, ég gæti alveg eins haldið því fram að kaffi leiði menn í harðari efni...
En takk fyrir að lesa bloggið mitt! endilega gusaðu yfir mig öllu því tussufrussi sem þér dettur í hug! til þess er ég hér! og jú, líka til þess að opinbera ruglið í mér, svo fylgstu vel með og ef þú kannt fleiri brandara, endilega deildu þeim með mér og öðrum lesendum!
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 25.8.2008 kl. 06:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.