27.8.2008 | 11:59
200 milljónir á tveimur árum.
Íslendingar hafa eytt 200 milljónum króna í að flytja vopn til Afganistan á árunum 2007-2008. Kom þetta fram í grein eftir Halldór Armand í morgunblaðinu í dag.
nú... ég er ekki alveg viss hvar ég á að byrja...
Byrjum á smá "fyrir sama pening":
Fyrir sama pening hefði mátt kaupa uþb 3750 Fender Jagúar gítara ef miðað er við verðið á þessum hérna: http://www.americanmusical.com/Item--i-FEN-259200-LIST, en auðvitað mætti kaupa rafmagnsgítara í öllum stærðum og gerðum.
Þannig hefði mátt "vopna" íslenskar hljómsveitir og efla grósku í tónlistarlífi. Ef tekið væri mið af þeim peningum sem hafa farið í slík verkefni frá 2003 mætti því líklega vopna nánast allar hljómsveitir á Íslandi.
Fyrir þá sem eru svangir hefði mátt kaupa um 3400 tonn af tómötum og gera gómsæta pizzasósu handa öllum Íslendingum. http://www.bondi.is/pages/23/newsid/162
Nú, fyrir sama pening hefði mátt styrkja 1789 börn í heilt ár hjá Spes með skóla gistingu og uppihaldi (sjá hér: http://www.spes.is/umspes.cfm) af www.spes.is - Peningurinn sem Íslendingar eyddu í vopnaflutning til Afganistan á frá 2007 er 80 sinnum meiri en ég og Dagbjartur vinur minn náðum að skrapa saman þegar við vörðum mánuði af lífi okkar í að hjóla hringinn í kringum landið til að styrkja þau samtök (en það voru uþb 2.5 milljónir króna)
Við gerðum grín að því þá í fjölmiðlum að við værum að þessu til að safna fyrir vopnum. Merkilegt að það hafði engum dottið í hug að styðja við verkefnið okkar ef það hefði verið tilfellið, en á sama tíma eru Íslendingar að eyða 40falt meiri peningum í vopnabrölt á hverju ári...
kaldhæðnislegt? nei... viðbjóðslegt.
Og allt þetta meðan umræðan um svokallaða "kreppu" tröllríður samfélaginu. Hefði ekki mátt niðurgreiða matvöruverð? olíuverð? lækka skatta fyrir þá sem minnst mega sín frekar en að láta þá borga fyrir vopnaflutning í hernað á svæði sem Íslendingar hafa EKKERT með að gera.
Ég sé ekki ástæðu til að koma með frekari dæmi, þið hljótið að ná þessu.Hví sættum við okkur við þetta? Í alvörunni? Halló?? Er einhver heima!?! Við erum Íslendingar! Áttum við ekki að heita friðsæl þjóð? hvenær hvarf það út um gluggann?
84% okkar voru á móti því að styðja stríðið í Írak! Það er tölfræði sem ég er stoltari af heldur en hvaða ólympíumedalíu sem er! en hvar er baráttuandinn sem kom nokkrum Íslendingum á pall í Kína? Hvers vegna stöndum við ekki upp og mótmælum kröftuglega þegar farið er svo harkalega gegn vilja þjóðarinnar?
Ef haldin yrði kosning um það hvort Íslendingar ættu að nota slíkar fjárhæðir til hergagnaflutninga til mið-austurlanda eða til samfélagsúrbóta hér á landi, hver haldið þið að yrði niðurstaðan?
Ég gæti lofað því að það væru fleiri en 84% Íslendinga sem væru á móti þessu.
Og verst þótti mér réttlætingin "við flytjum engin ólögleg vopn..." nú ok! þannig að þið eruð ekki að fremja stríðsglæpi í þokkabót! nú þá er þetta í góðu lagi!
Ísland hefur ekki "rassgat" að gera að vera að borga undir stríðsrekstur í löndum sem við höfum ekki nokkuð sökótt við, ja eða "skuldum" ekki neitt ef við trúum því kjaftæði að við séum að gera þetta í nafni "frelsis og lýðræðis" fyrir Afganistan.
Ísland hefur enn síðra rassgat að gera með að vera í nató og halda heræfingar á borð við "northern viking" og við höfum minnst rassgat ástæðu til að vera með her eins og sumir bilderberg spaðar hafa gefið í skyn.
Þessa geðveiki verður að stöðva og það strax. Ísland úr nató og herina burt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaðan hefur þú þær upplýsingar að peningunum hafi verið varið á þennan hátt?
Ef svo er þá finnst mér þetta mjög alvarlegt.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:58
Þetta er á forsíðu morgunblaðsins í gær og fjallað um það á síðu 4 minnir mig.
Guðjón (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.