fólk, það er samsæri í gangi, plís gerið eitthvað :(

ekki bara þetta stríð... þessi hryllingur og það fátæka svikna og ósvikna fólk er svo óheppið að verða fyrir.

 Fólk talar um "samsæriskenningar" á neikvæðan hátt en ég biðla til ykkar, það er samsæri í gangi og ég hef margar kenningar um það. Annað er ómögulegt að vel athuguðu máli. Annars væru ekki svona stríð í gangi! Annars værum við hætt að framleiða vopn og notuðum peninginn í staðinn til að framleiða mat! Fyrir alveg ógeðslega löngu síðan!

 Það er ástæða fyrir því að fólk er fátækt í heiminum í dag, það hefur ekkert með "eðli mannsins" að gera heldur því hvernig okkur er stjórnað.

 Við getum brauðfætt allan heiminn á morgun ef við ákveðum það í dag. Allar manneskjur og öll dýr gætu fengið alla þá næringu sem þau þurfa á að halda. Til þess er feykinóg tækni, þekking og "vinnuafl" til.

 Ég vil biðja alla sem vita af því að það er samsæri í gangi og hafa sínar kenningar um það að gera eitt.

 Taka bara eina ákvörðun, strax núna og halda sig við hana.

 Að breyta hugsuninni:

"samsærið sem er í gangi er svo stórt að það tekur því ekki að reyna að gera eitthvað í því." 

 Yfir í hugsunina:

"Ég get alltaf breytt einhverju, og það er ekkert sem segir að hlutirnir geti ekki breyst til hins betra og þess vegna ætla ég að gera allt sem ég get til að breyta því sem ég get breytt."

 Ef þessi hugarfarsbreyting ætti sér stað hjá nógu mörgum gætum við brauðfætt heiminn á morgun. Gefið öllum svöngu saklausu börnunum sem eru á flótta undan byssukúlum og sprengjum, skjól, vatn og mat.

 Væruði ekki stolt af að búa í slíkum heimi?

Því hvað vantar okkur til að gefa öllum að borða? HVAÐ?

Það er aðeins einn hlutur, vilji. Staðfastur og einlægur vilji nægilega margra sem heimta það og sætta sig ekki við nei sem svar.

 Við erum öll fær um að strá fræjum, ég hef séð þúsund dæmi um að sú ákvörðun mín að lifa ekki í ótta við fordæmingu samfélagsins og reyna af mestum mætti að koma upplýsingum til eins margra og mögulegt er á sem stystum tíma hafa borgað sig. Ótal fræ sem ég hef sáð hafa skotið rótum. Hér er eitt lítið dæmi.

Ef einhver fer í laugarásvídjó að leigja spólu blasir þar við hverjum manni rekki af ótal myndum er varða það samsæri sem er í gangi og kenningar um það. Það er vegna þess að ég gaf eigandanum dvd mynbandið confronting the evidence sem var fyrsta samantektin um upplýsingar um 11.september samsærið sem ég hafði séð. Næst þegar ég hitti hann var ótrúlega spenntur og reiður yfir þessu og pantaði myndina til leigu nokkrum dögum síðar. Síðan bættist stöðugt í safnið og á endanum varð úr þessi áberandi og fallegi rekki. Hann segir mér núna að hann sé alltaf að lenda í fólki sem leigir þessar myndir og það opnar augu þeirra. Eitt lítið fræ varð að stóru tréi sem gaf af sér ótal önnur fræ.

Það er þannig sem þessi vitleysa endar.

Nú er ég ekki að reyna að taka "heiðurinn" af því enda er maðurinn snillingur og það að hann var með opinn huga og áttaði á þessu var auðvitað alveg jafn stór partur af þessum rekka. En ég var meðvitað að reyna að sá fræi og ég sá það á áberandi og áþreifanlegan hátt skjóta rótum.

 Þetta er bara eitt lítið dæmi um það hvernig hægt er að hafa áhrif. Hluti af því er að vita að það munu ekki öll fræin skjóta rótum, en það þarf bara nokkur. Sumir munu alltaf hafna því sem maður segir eða kalla þið geðsjúkling eða áætla þig vitlausan. En maður má ekki láta hugsanir og aðgerðir annarra stjórna hugsunum og aðgerðum manns sjálfs. 

 Þá er maður ekki frjáls. Ef þú labbar úti á götu og gleymir þér í að syngja þá skrúfarðu það niður ef þú sérð aðra manneskju nálgast. Hvers vegna? Hvaða slæmi hlutur mun eiga sér stað ef þú heldur áfram að syngja? Ef þú munt aldrei hitta manneskjuna aftur skipti það þá máli? og ef þú gerir það viltu þá eitthvað vera að eyða tíma með manneskju sem dæmir þig fyrir að syngja úti á götu?

 Haldiði í alvöru að þið séuð ein um þetta? ALLIR syngja þegar þeir eru einir að labba. Svo afhverju ættum við að skammast okkar fyrir það...?

Þetta er vegna þessa innprentaða ótta við hvað aðrir, jafnvel ókunnugar manneskjur hugsa um okkur.

 Hér er önnur nálgun... hafiði lent í að fólk baktali ykkur eða tali niður til ykkar eða illa um ykkur?

 ég vil svara já fyrir ykkar hönd við öllum þremur spurningum... áttuði það skilið að ykkar mati? ég geri ráð fyrir að ykkur finnist í flestum tilvikum ekki..

 svo að þó svo að þið lifið lífinu þannig að þið reynið að láta alla hugsa vel um ykkur þá er það ekkert að fara gerast.

 Hefur verið logið um ykkur eða logið upp á ykkur?

 Ég vil svara já og benda á að það þýðir að það skiptir ekki máli hvað þið gerið í raun og veru, sumir munu alltaf hafa ranga mynd af þér því það hefur fengið rangar forsendur.

 Svo afhverju ætti eitthvað af þessu að skipta máli?

Afhverju ekki bara að leyfa fólki að hafa sínar hugmyndir og ranghugmyndir og hegða sér í samræmi við það sem manni finnst sjálfur? af hverju að leggja sína líðan að veði fyrir hugsanir annarra? 

Þetta er hin hugarfarsbreytingin sem þarf að fylgja með og henni fylgir mikið frelsi. Þú hættir allt í einu að taka það nærri þér þegar fólk talar niður til þín sem annað fólk hugsar, segir og gerir... ef þú þarft ekki neina viðurkenningu frá öðrum fyrir sjálfum þér þá er þér alveg sama.

Frá því augnabliki sem þið tækjuð þessa meðvituðu ákvörðun myndi allt líf ykkar breytast. (hafiði ekki gert það nú þegar, en þeir eru fjölmargir) Því þetta varðar líf okkar og ákvarðanir allan daginn. Og þetta krefst æfingar, ef einu rökin sem þú finnur gegn einhverju eru einhverntíman þau að "aðrir muni halda eitthvað um þig" þá ættirðu að æfa þig í að gera það samt.

 Ég lendi í að fara í öllum fötunum á röngunni niðrí bæ einfaldlega vegna þess að ég var beðinn um það og get ekki svarað spurningunni af hverju ekki með öðrum rökum en einhverjum sem tengdust ótta um hvað aðrir myndi hugsa um mig. Svo ég gerði það og öllum var drullusama.

Það er það sem þetta snýst um, það er ekkert hættulegt að fólk haldi að maður sé skrítinn. Ef maður veit að það er bara vegna þess að það er sjálft skrítið, hvaða máli skiptir það þá? og hvað er að því að vera skrítinn? er ekki bara skrítið að vera ekki skrítinn? svo til hvers að hafa þetta orð einu sinni?

Manneskja sem ætlar að gera sitt besta í að breyta hlutunum óhrædd við skoðanir annarra sáir fræjum allan daginn. Eftir eitt ár hefur hann uppskorið ríkulega en maðurinn sem telur að hann sé vanmáttugur gagnvart þeim öflum sem halda honum niðri reynir ekkert og hans akur verður fátæklegur.

 Valdið er þitt, já, byrjaðu í dag... að elska? já, byrjaðu að elska, því það er það sem þetta snýst á endanum um. Ég elska litla barnið og konuna á þessari mynd svo mikið að mér er bara alveg sama þó að einhver haldi að ég sé fáviti því mér er mjög annt um að bjarga þeim. Og hluti af því er að svipta hulunni af þeirri grundvallarlygi sem veldur þessum stríðum og þessari fátækt.

 Þessi grein er eitt fræ. Hausinn á þér er jarðvegurinn. Nú er það undir þér komið hvernig alúð þú veitir því og hvernig blóm mun vaxa í hausnum á þér. Þú gætir þurft að vökva það reglulega en það verður fallegt þegar það vex úr grasi. Og það verður heimurinn sem við byggjum líka. Það verður lítið mál, en mikið verður það gaman :)


mbl.is Hjálparstarfsfólk á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neo

Flott grein Guðjón. Ég er sammála, það er sérstaklega rótgróið í Íslendinga hvað þeir eru hræddir um hvað öðrum finnst, samanber lífsgæðakapphlaupið. Líklega er þetta vegna þess hve samfélagið er lítið og fólk gerir mikið af því að tala um aðra.

Margir leifa sér ekki einu sinni að hugsa um óhefðbundna hluti því það er svo hrætt um hvað öðrum finnst. Ég vil meina að þetta sé grunnhegðunin sem veldur því að það er hægt að ráðskaðst með heilu samfélögin. Ég held þó í þá von að þessi kreppa hafi þau áhrif að fólk fari að opna augun í auknu mæli. Fók þarf að endurhugsa marga hluti í ljósi þeirra lyga sem hafa komið upp á yfirborðið.

Halltu áfram að sá fræjum ;o)

Neo, 30.10.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

takk og sömuleiðis, myndböndin þín eru góð dæmi um vel heppnað fræ. Ef þú ert á facebook geturðu joinað zeitgeist addendum hópinn þar. Áskorun til Rúv um að sýna hana, hann er að verða ansi fjölmennur.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 1.11.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband