24.11.2008 | 19:31
haha, kemur á óvart... en þetta þýðir bara stríð.
fyrst að þið neitið að fara með góðu þá verðum við bara að beita valdi.
það er orðið ljóst að þið hafið fengið mörg tækifæri til að lúta vilja þjóðarinnar og segja af ykkur en nú hafið þið brennt að baki ykkar síðustu brúnna.
Búið ykkur undir læti.
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"fyrst að þið neitið að fara með góðu þá verðum við bara að beita valdi"
semsagt þú hefur engan áhuga á lýðræði heldur bara að þú komist að völdunum? Lýðræði er þegar valhafar eru kosnir í frjálsum kosningum. sem þeir í þessu tilfelli voru kosnir í eins og í öllum kosningum á Íslandi.
Meirihluti þjóðarinnar kaus þessa flokka.
Ef þú vilt byrja á því að beita valdi til þess að koma stjórnvöldum á einum tíma frá, þá verðuru að búast við því að stjórnvöld á öðrum tímum verði einnig steypt með valdi.
Semsagt þú hefur engan áhuga á Lýðræði.
Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 19:46
Lætin munu hrista þessa ákvörðun til baka.
Bara Steini, 24.11.2008 kl. 19:55
VG skeit í heyið enn einu sinni. Steingrímur, hvar eru lausnirnar? Komdu með einhverja áætlun hvernig kommarnir í VG ætla að tækla þetta mál komist þeir til valda þá fer kannski einhverjir aðrir en nautheimskir listamenn og mótmælendur að hlusta á þig.
nonni (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:59
já fannar, ég hef engan áhuga á því "lýðræði" sem er í gangi hér núna sem gengur út á að fangelsa mótmælendur og spreyja gasi á þá. Sem gengur út á að auðvaldið reddi vini sínum á kostnað almennings. Sem gengur út á að fífl eins og þú haldi að þið vitið eitthvað hvað þið eruð að tala um en eruð bara að frussa froðu úr rassinum sem sama auðvald tróð þangað meðan þið voruð uppteknir við að vera heimskir.
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 24.11.2008 kl. 20:00
Guðjón hin málefnalegi sé ég.
Semsagt þú hefur engan áhuga á því sem meirihluti þjóðarinnar kaus og vilt að lýðræðið sé eftir þínu eigin höfði?
Guðjón. Voru síðustu þingkosningar ekki Frjálsar? Opnar fyrir öllum Íslenskumríkisborgurum sem hafa náð kosninga aldri? Lýðræðislegar því allir áttu sömu möguleika á að kjósa eða bjóða sig fram? Að stór meirihluti þjóðarinnar tekur þátt og kýs í kosningum?
Alþingiskosningar er sá vetvangur þar sem þjóðin tjáir hug sinn. Ef þér er illa við þær og útkomuna, eru þá ekki meiri líkur en minni að þú hefur hreynlega engan áhuga á hvað meirihlutinn vill? Að þú viljir bara ráða sjálfur?
Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 22:29
Reyndu nú að svara málefnalega. Annars eru sannast bara orð þín "frussa froðu úr rassinum" eigi nú bara við þig sjálfan og allt það sem þú skrifar og segir.
Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 22:31
ef þú hefðir vanið komið þínu á þessa síðu áður þá mætti þér vera ljóst að ég er ekki hér til að vera málefnalegur. Ég er hér einungis til að frussa froðu úr tussunni yfir ruglukolla eins og þig.
Það er mitt hlutverk. Nógu lengi hafa bankarassasleikjur bæjarins lagt þá sem hafa verið á öðrum skoðunum í einelti, kallað þá hippa, kommúnista, iðjuleysingja, öfgamenn, samsæriskenningapakk og svona mætti lengi telja.
Svo hví í ósköpunum ætti ég allt í einu að fara að virða einhverjar óskir ykkar um að vera málefnalegir?
Því þið eruð ekki bara heimskir, það væri alveg fyrirgefanlegt, heimska ykkar er að valda ótrúlegum skaða fyrir samfélagið og það er ekki fyrirgefanlegt.
Svipað og að ég er klaufi, sem slíkt er það alveg fyrirgefanlegt, en ef ég sem sá klaufi sem ég er færi að læra skurðlækningar og skera fólk upp og myndi klúðra aðgerð eftir aðgerð þá væri það hætt að vera fyndið.
Málið er að ég er ekki að segja að þið hafið ekki heilastarfsemina sem til þarf til þess að skilja þessi mál, þið gætuð það alveg ef þið settuð ykkur inn í þau. En heimskan felst í því hvað þið einbeitið þeirri starfsemi í að hugsa um.
Og að þú skulir voga þér að nota orðið "lýðræði" sem vörn fyrir sitjandi ríkisstjórn er ekki bara heimskulegt heldur hreinlega illa gert.
Þú veist það er það ekki að það eru bankarnir og ríkisstjórn sem héldu um taumana í þessum málum?
og þú veist að þær ákvarðanir sem þetta fólk tók hafði þær afleiðingar sem við horfum fram á núna?
Þessar skurðaðgerðir þessa fólks eru búnar að skera í gegnum allar slagæðar þessarar þjóðar svo nú gusast blóð út um alla læknastofuna og þau neita að hætta að skera!
Og svo það sé á hreinu þá er núverandi tegund af lýðræði mjög gölluð. Hún byggist á eldgamalli hefð fyrir því hvernig eigi að stjórna. Ég hef ekkert vald í þessu kerfi, þeir sem hafa valdið eru þeir sem eiga peningana, bankana og fjölmiðlana.
Og lýðræði verður hreinlega hættulegt þegar lýðurinn er blekktur.
en það er önnur og lengri saga.
en til að byrja með vil ég að þú svarir mér einfaldri spurningu.
Hvar liggja mörkin? Segjum að ég sé kosinn á þing, hversu miklu þyrfti ég að klúðra áður en ég þyrfti að segja af mér?
Ef ég væri gjörsamlega vanhæfur? eða hreinlega vondur og spilltur, er þá bara engin séns að losna við mig svo lengi sem ég neita sjálfur að fara??
sama hvað ég geri?
skilurðu hvað ég er að segja? er sú staðreynd að ótal sauðir létu blekkjast af fríum pizzum og klisjukenndum slagorðum til að krossa við einhvern af 5 bókstöfum þar sem líkurnar eru 1 á móti 5 að þú veljir flokk sem er einu sinni nálægt því að vera í lagi, nóg til að réttlæta hvaða vitleysu sem þessir menn gera síðan?
Hver er lýðræðislega leiðin út úr þessari krísu? Hvernig losnum við, lýðurinn við þessa svikara?
ef þú skoðar sögubækur ættirðu að sjá að það væri aðeins ein "lýðræðisleg" leið út úr þessu, og sú leið kallast bylting.
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 25.11.2008 kl. 09:00
"ef þú hefðir vanið komið þínu á þessa síðu áður þá mætti þér vera ljóst að ég er ekki hér til að vera málefnalegur. Ég er hér einungis til að frussa froðu úr tussunni yfir ruglukolla eins og þig."
og þá er kominn ástæðan fyrir því að maður nennir ekki að lesa neitt eftir þig eða venja komu hingað.
ef þú ert ósáttur við núverandi ríkistjórn og telur að hún hafi brotið lög. afhverju kæriru hana ekki? biður um gjafsókn og munt líklega fá hana.
Ef það er einu sinni bylting, þá er komið fordæmi um alla framtíð. næsta lýðræðislega kjörna ríkistjórn gæti verið bylt og svo koll af kolli.
Fannar frá Rifi, 25.11.2008 kl. 10:58
já, það þætti mér skárra, en eins og ég læt fólk öðru hvoru í ljós á þessari síðu þá er þetta bara konsept sem ég er að leika mér með og meina þetta ekkert persónulega. Fólk má alveg vera ósammála mér að vissu leyti, en ég vil þá fá að sýna á eins hreinskilinn hátt og ég get hversu ósammála ég er þeim. Og svo stuðar fólk að fá svona gusur yfir sig sem lætur það stundum byrja að hugsa :)
En ég meina þetta, bara ekki persónulega, ég efast ekki um að þú sért góður gaur sem vill vel, ég vildi bara að þú myndir kynna þér allar þær upplýsingar sem fjölmiðlar halda frá þér.
"If you're not outraged you're not paying attention." á vel við í þessu samhengi.
Finnst þér í lagi að handtaka, sekta og fangelsa fólk fyrir borgaralega óhlýðni?
Ef lög eru óréttlát, áttu þá bara samt að hlýða þeim því að yfirvaldið segir það?
fyndið að heyra frá manni sem virðist styðja "sjálfstæðisflokkinn" ekki það að ég viti það og það gæti reynst rangt, en þetta hljómar allavega eins og þú sért að afsaka ríkjandi stjórnvöld. En þú ert allavega ekki mjög "sjálfstæður" ef það er hægt að skipa þér fyrir um óréttláta hluti. Þá ertu ekkert rosalega frjáls heldur.
og svo máttu svara spurningunni, hvar liggja mörkin?
og til að svara þinni, hvað heldurðu í ósköpunum að kæra myndi gera annað en að rotna í ruslatunnu? ekki gekk þessi vantrauststillaga eftir er það?
Ef þessi stjórnvöld víkja ekki með góðu, sem er lítið útlit fyrir núna þá verður að koma þeim frá völdum með öllum mögulegum ráðum.
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 25.11.2008 kl. 16:37
Ég ætla ekki að afsaka stjórnvöld. ég er hundfúll og hef verið á móti IMF láninu frá fyrsta degi. Ég skil þig að þú sért reiður.
Hvar liggja mörkin?
Varðandi lög þá er það að engin lög brjóti í bága við stjórnarskrá. því miður þá er hellingur af lögum sem eru í bága við stjórnarskrá að ég held en það er ekkert gert því það hefur aldrei verið látið reyna á þau. það þyrfti að stjórnarskrár dómstig af einhverju tægi.
Varðandi vanhæfni ráðamanna. að gerast brotlegur við refsilög eða stjórnarskrá. ég segi refsilög því að brot á t.d. umferðarlaga brotum eða t.d. þegar Einar Kr. braut veiðileyfislög með því að vera háfa bjargfugl á leyfis, ekki þessleg að þau geri viðkomandi óhæfan í starfi.
IMF lánið ( þú getur séð þá útreikninga sem ég gerði á þeim hérna) er þarna á gráu svæði að mínu mati. en þar sem hvorki ég né neinn annar veit neitt um það, þá býð ég.
Vantrausttillagan gekk ekki því að þingmennirnir stóðu með ríkistjórninni. Þingmennirnir hafa því, af því er þeim finnst, nægjanlegan stuðning á bak við sig.
þannig að ef þú vilt koma ríkistjórninni frá þarftu að fá stjórnarþingmenn til þess að hætta að styðja ríkistjórnina.
ef flýta ætti kosningum þá ættu þær að vera 2010 samhliða sveitarstjórnarkosningunum. við þetta má bæta að ef kosningum verður flýtt þá verður sú ákvörðun tekinn í febrúar á næsta ári. eftir flokksþing allra stjórnmálaflokkanna.
Fannar frá Rifi, 25.11.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.